Fyrirtækjaþjálfun

Sífellt fleiri fyrirtæki átta sig á tengslunum á milli hollra lífshátta, vellíðan í persónulegu lífi og góðra afkasta á vinnustað. Heilbrigt líferni og vellíðan starfsmanna þjónar hagsmunum viðskiptavina fyrirtækisins og fyrirtækissins sjálfs og því kjósa mörg fyrirtæki að bjóða starfsmönnum upp á heilsufarsmælingar á vinnustaðnum. Möguleikarnir á útfærslum eru margar. Hægt er að bjóða starfsfólki upp á einstaklingsbundnar reglulegar mælingar eða hrinda af stað keppni í ákveðinn tíma þar sem starfsfólk skráir niður hreyfingu og árangur á tímabilinu. Hægt er blanda hádegisfyrirlestrum eða öðrum fróðleik inn í verkefnið, allt eftir óskum hvers fyrirtækis.
• Fitumæling,blóðsykurmæling vigtun og ummálsmælingar fyrir fyrir starfsfólk
• Samtöl við hvern starfsmann og markmiðasetning.
• Ráðleggingar fyrir hvern starfsmann varðandi reglubundna hreyfingu hvort sem er í sal eða undir beru lofti
• Hóptímar fyrir starfsmenn í sal eða á vinnustaðnum
• Ráðgjöf varðandi matarræði, matarprógramm og aðgangur að uppskriftum
• Fyrirlestrar um hreyfingu, næringu eða matarræði

Fyrir nánari upplýsingar sendu fyrirspurn á forminu hér að neðan.