Skip to content Skip to sidebar Skip to footer

Kaffi með Luke Tulloch

Núna er síðasti dagurinn í þessari staðlotu hjá mér á morgun og heim á mánudaginn. Námið er alltaf að verða meira og meira spennandi, því eftir því sem maður lærir meira því meira spennandi verða hlutirnir svona almennt held ég og námið er þar engin undantekning. Dagarnir hérna svosem fara bara í það að vera í skólanum, læra og ég gef mér tíma til að halda inni æfingum að sjálfsögðu. Ég breytti út af vananum í gærmorgun og skellti mér á kaffihús rétt fyrir kl 7 og hitti þar Luke Tulloch ástralskan þjálfara sem hefur verið búsettur hér í Gautaborg í 3 ár (konan hans er héðan). Ég ætla aðeins að segja frá Luke sem er virkilega áhugaverður. 

Eftir að maður hefur verið í ákveðið langan tíma sem þjálfari og séð eitt og annað þá fer maður á ákveðnum tímapunkti að leita fleiri svara. Svara við því afhverju hlutirnir eru svona og hinssegin þegar kemur að þjálfun líkamans. ´Þetta var ástæðan fyrir því að hann fór og lærði neurology við háskólann í Sydney og sömuleiðis er þetta líka hluti ástæðu þess að ég fór að læra osteópatan hér í svíþjóð.

Það er gríðarlegt magn upplýsinga hvert sem augað eigir um hvernig er “best” að æfa, hvernig á að “æfa”, hvernig á “ekki” að æfa svo ekki sé nú heldur talað um hvað “á” að borða og hvað við eigum bara “alls ekki” að borða og allt það, allt er þetta komið úr áttum sem vilja vel. Það er gott og gilt að velta við allsskonar steinum og meta kosti og galla þess sem í boði er sem er bara af hinu góða.

En svo við komum að kjarna málsins þá er hefur líkaminn ákveðinn lífeðlisfræðilegan strúktúr og við getum verið í góðri trú að mata þennan strúktúr misjafnlega. Til að mata þennan strúktúr eins vel og hugsast getur þá viljum við vita hvar við erum, hvaðan við erum að koma og hvert við ætlum okkur að fara með heilsuna okkar. Við sem einstaklingar erum mörg, við erum misjöfn, við erum á mismunandi stað líkamlega, andlega og félagslega og þessi atriði skipta bara miklu máli sem nokkurskonar heild til að ákvarða stefnu og strauma í mataræði og æfingum. Svo hægt sé að skýra hvernig lífeðlisfræðilegur strúktúr okkar er þá eru beinin okkar t.d. sprelllifandi vefur sem geymir mikið magn alls lífsnauðsynlegra steinefna og býr til nauðsynleg hormón. Utan á öll okkar bein feststist hluti þeirra rúmlega 600 vöðva sem í líkamanum eru sem allir hafa hlutverki að gegna og hafa 3 mismunandi undirgerðir. Niður úr heilanum kemur miðtaugakerfið sem liggur í gegnum mænugöngina og útúr mænunni koma taugar sem nefnist úttaugakerfi og úttaugakerfið liggur í hvern króka og kima líkamans. Blóðið geymir og flytur öll þau efni sem nauðsynleg eru til þess að halda flestum vefjum líkamans í eins eðlilegum farvegi eins og kostur er. Nokkurnveginn er þessi strúktúr eins í okkur öllum. En mismunandi breytur eða disfunction einhverntíma á lífsskeiðinu getur haft áhrif og þess vegna þarf að taka tillit til þess til að performing eða frammistöðuáhrif í fæðuvali, æfingum og lífinu bara almennt sé að mestu hámarkað. Og um það snýst góð heilsu/líkamsrækt. Það er rækt sem skilar meiri ávinningi með stundum minni fyrirhöfn (smart way). S.s. við erum að mata líkamann með þeim tólum sem hann þarf, ekki endilega of mikið og ekki of lítið augljóslega heldur. Ef við náum að halda strúktúr líkamans í þessum gullna meðalvegi þá gerast hlutirnir og þeir haldast þannig…

 

 

Þetta var mjög skemmtilegur tímapunktur að hitta á Luke og ræða þessi mál fram og til baka, auk þessa komumst við að því að við erum báðir miklir dýravinir, unnendur náttúrunar, erum báðir sólgnir í ís og gott kaffi. Stefnum á að hittast aftur áður en um langt líður.

Set hérna inn tvö nýleg podcöst fyrir áhugasama með Luke Tulloch. Og hægt er að skoða heimasíðu hans hér.

 

[embedyt] https://www.youtube.com/watch?v=rXPeKzp5J-o[/embedyt]

[embedyt] https://www.youtube.com/watch?v=l-ENCIQmkZk[/embedyt]

Leave a comment

0.0/5

Póstlisti

Please wait...

Takk fyrir skráninguna, heyrumst!

© Allur réttur áskilinn Líkami.is 2024.