„Það eru svo mikil forréttindi að hafa getuna og tækifærið til að stunda reglubundna hreyfingu og skapa þannig grunninn að löngu og heilbrigðu lífi. Það skiptir mig máli að hver og einn setji hreyfingu ofarlega í forgangsröðina því heilbrigði er grunnurinn sem gerir okkur kleift að njóta alls hins í lífinu. Hvort sem fólk er heibrigt eða á við veikindi eða fötlun að stríða, sú hreyfing sem við erum þó fær um að stunda er svo mikilvægur grunnur að allri vellíðan. Það er þetta sem ég brenn fyrir og langar til að hjálpa fleiri einstaklingum að sjá hvaða árangri þeir geta raunverulega náð.“

„Þú getur min meira en þú stundum trúir að þú getir afrekað. Haltu áfram!"

HEILSAN ER NÚMER EITT

Að huga að heilsu okkar má skilgreina út frá nokkrum mismunandi atriðum sem renna saman í eina heild. Mín fílósófía er að einstaklingurinn þarf að horfa í heildarmynd heilbrigðis sem byggist upp á fleiri þáttum en eingöngu hollu mataræði sem er í raun fjölskipanlegt og hreyfingu sem er líka fjölskipanleg út frá hverjum einstakling fyrir sig. Það eru mikil forréttindi að hafa getuna til þess að stunda hreyfingu og taka réttar ákvarðanir til þess að auka hreysti þitt líkamlega og andlega. Þú getur náð langt! 

HVERS VEGNA 

Það eru mikil forréttindi að hafa getu og tækifæri til að stunda reglubundna hreyfingu sem getur vaxið og skapað þannig grunninn að líkamlegru heilbrigði, og endurheimt sem mun verðlauna þig ekki síður andlega fremur en líkamlega. Það skiptir heilmiklu máli að einstaklæingar átti sig á þessari staðreynd. Ég mun aðstoða þig vel við þessa vegferð. Ég vil að hreyfing og heilbrigt líferni verði órjúfanlegur partur af þínu lífi.  

Þú finnur aukið orkustig við það eitt að hreyfa þig reglulega frá fyrstu viku. Við erum spendýr og við erum forrituð til þess að hreyfa leggi og liði. Aukin orka er afleiðing af aukinni súrefnisinntöku sem er okkar lífsnauðsynlegasti orkugjafi og stuðlar að auki að heilbrigðari efnaskiptum. Ég kenni þér undirstöðuatriði næringar úit frá því hver þú ert og hvað þú viðhefst

Æfingar auka súrefnisupptöku eins og fyrr segir en stundum er það ekki nóg. Ég hjálpa þér að komast úr skúrnum þegar þú ert ómótiver/uð/aður. Raunir lífsins koma upp að okkur reglulega og þá erum við stundum ekki með augastað á því sem við ætluðum okkur í fyrstu. Til eru verkfæri sem vinna okkur framhjá þessum stundum þegar þær birtast okkur. Það er mikil gæfa fólgin í því til langframa! 

Líkaminn tekur breytingum yfir langann tíma og óþolinmæði er rangt svar. mælanlegur árangur er lykill til þess að viðhalda ferlinu. ÞVí meira sem þú leggur í ferlið því meira getur þú tilætlað að þú sjáir. Heildstæð nálgun og heilsa kemur til með að sýna þér aukinn árangur. 

Heildstæð nálgun felst í jafnvægi milli allra hluta sem á þitt borð ber. Streita og andleg angist kemur síður til með að framkalla líkamlega breytingar til lengri tíma. Ég er í samstarfi við sálfræðinga sem ég vísa á ef ég tel þörf á að fólk byrji í þeirri vinnu samhliða hreyfingu eða áður en þjálfun hefst. 

Skoða....

Það er aldrei of seint að byrja!

Ert þú tilbúin/n að taka skref í átt að auknum styrk og meiri vellíðan?

BLOGG OG SKOÐANIR

Um Bjödda
Björn Þór eða Bjöddi er með reyndari einkaþjálfurum landsins sem hefur víðtæka reynslu og þekkingu. Helstu áhugamál fyrir utan vinnuna er almenn fróðleiksfíkn, lestur á stóísku efni, ljósmyndun, sjósport, hundar, hreyfing og vera á Flateyri þar sem æskustöðvar hans liggja. 
NÁNAR UM

We are using cookies on our website

Please confirm, if you accept our tracking cookies. You can also decline the tracking, so you can continue to visit our website without any data sent to third party services.