Það eru forréttindi að hafa getuna og tækifærið til að stunda reglubundna hreyfingu og skapa þannig grunninn að löngu og heilbrigðu lífi. Ég brenn fyrir að hjálpa fleiri einstaklingum að sjá hvaða árangri þeir geta raunverulega náð.

HEILSAN

„Það eru svo mikil forréttindi að hafa getuna og tækifærið til að stunda reglubundna hreyfingu og skapa þannig grunninn að löngu og heilbrigðu lífi. Það skiptir mig máli að hver og einn setji hreyfingu ofarlega í forgangsröðina því heilbrigði er grunnurinn sem gerir okkur kleift að njóta alls hins í lífinu. Hvort sem fólk er heibrigt eða á við veikindi eða fötlun að stríða, sú hreyfing sem við erum þó fær um að stunda er svo mikilvægur grunnur að allri vellíðan. Það er þetta sem ég brenn fyrir og langar til að hjálpa fleiri einstaklingum að sjá hvaða árangri þeir geta raunverulega náð.“

Það er aldrei of seint að byrja!

Ert þú tilbúin/n að taka skref í átt að auknum styrk og meiri vellíðan?

ÞJÓNUSTA

ÞJÓNUSTA/ÞJÁLFUN Í BOÐI

BJÖDDI ÞJÁLFARI

Heilbrigt líferni er grunnurinn sem gerir okkur kleift að njóta alls hins góða í lífinu. Það tekur aðeins 2-3 vikur af reglubundnum æfingum að finna aukinn styrk og vellíðan og ég aðstoða þig við að viðhalda þeirri vinnu svo hún verði órjúfanlegur partur af þínu lífi.

.Þú finnur jákvæðan mun orkustiginu þínu innan 2-3 vikna og finnur getuna aukast með viku hverri, það er aldrei og seint að byrja!

Þegar nýjar venjur hafa verið skapaðar munt þú upplifa jákvæða breytingu á andlegri líðan, það er fylgifiskur reglubundinnar hreyfingar.

Líkaminn tekur breytingum og þú finnur og sérð árangur innan 3 mánaða. Sjáanlegur og mælanlegur árangur er sá hvati sem fær okkur til að viðhalda vinnunni.

Greinar skoðanir og blogg