Eins og margir þekkja þá getur verið gagnlegt að nota heitan bakstur og kuldabakstur / böð við ýmsar aðstæður til að vinna með eymsli og sársauka sem við eigum til að upplifa. Spurningin er hinsvegar hvenær við eigum að nota kulda og hvenær við eigum að nota hitameðferð.
Hiti
Hitapokar, rauðljósameðferðir og infrarauður varmi eru henta vel fyrir krónískar vöðvabólgur því hitinn slakar á taugakerfinu og vöðvum og eykur blóðflæði sem skolar út úrgangsefnum sem myndast í kringum bólgusvæðin og sér vefjunum fyrir auknu blóðflæði. Algengt dæmi um þetta er eru herðavöðvabólgur. Þegar um þetta er að ræða er viðeigandi að hita bólgusvæðið vel annað hvort með hitakremi, rúlla það eða virkja svæðið með þar til gerðum æfingum og teygjum áður en átök hefjast í ræktinni t.a.m.
Kæling
Algengast er að kæla þegar um nýleg eymsli/meiðsli er að ræða (innan 48 tíma ). Kælipokar hafa reynst vel við að ná niður bólgum staðbundið. Gott dæmi er að leggja kælipoka reglulega um ökklann t.d. fyrstu 48 tímana eftir að hafa snúið sig á honum. Að halda niðri bólgumyndun getur hjálpað að minnka sársauka og koma í veg fyrir að úr skapist lengri endurvirkni
Ef við tökum dæmi um staði sem bólgnar síendurtekið eftir íþróttaiðkun er betra að nota kælingu eftir æfinguna en ekki fyrir.
Hvers vegna?
Kæling fyrir æfingu getur gert vöðva, sinar og liðbönd stíf sem eykur hættuna á slitum þar sem teygjanleiki þessara vefja minnkar við kælingu og er þarafleiðandi ekki eins vel í stakk búin fyrir átökin.
Þó eru til tilvik þar sem um er að ræða krónísk vandamál, getur verið áhrifaríkara að nota hita og kælingu á víxl á bólgurnar. Þessi er sú aðferð er einnig mjög áhrifarík fyrir slæmar harðsperrur ef þær kræla á sér auk nægjanlegrar vatnsdrykkju náttúrulega.
Að lokum er viðeigandi að minnast orða Andrew Taylor Still sem er upphafsmaður Osteópatíu, sem sagði að ef það er kalt (vöðvabólga) þá skal hita það og ef það er heitt (bólguferli) ætti að kæla það.