Besta líkamsræktin

Þegar spurt er að því hvers kyns líkamsrækt er best þá er ekki skortur á svörum. Þau eru bæði mörg og misjöfn vegna þess að þau koma úr mörgum ólíkum áttum. 

Í fyrsta lagi þá er öll tegund líkamsræktar af hinu góða ef hún er reglulega stunduð.

Ef við horfum á líkamsrækt út frá því horni að auka við almennt hreysti þá verður afleiðingin aukið heilsulæsi sem er í raun aukin meðvitund á mörgum atriðum sem snúa að því að vera heilsuhraustari og bein afleiðing af því verður sennilega lækkun á fituprósentu ef það er tilgangurinn. Ég er þeirrar skoðunnar að líkamsrækt eigi ekki að snúast um það að missa þyngd eða fituprósentu. Það verður frekar afleiðing að heilsusamlegtra líferni sem reglubundin líkamsrækt gefur yfir langan tíma. 

Ef ég yrði spurður að því hvernig líkamsrækt ætti að vera byggð upp þá er svar mitt á þessa vegu:

1. Auktu styrk með lóðaþjálfun. Styrkur er forsenda þess að hreyfanleiki vöðva sé aukinn sem styður svo við það að liðleiki liðamóta sé einnig aukinn, þar að auki er aukinn styrkur að leiða að auknu jafnvægi og aukinni samhæfingu líkamans svo ekki sé nú heldur minnst á beinaheilsu

2. Þolþjálfun þar sem hjarta og æðakerfi er smurt svo það geti gefið nægjanlegt súrefni til vöðva og líffæra líkamans. 

3. Hreyfanleiki og teygjur. Ástundun í yoga og liðleikaþjálfun er mikilvæg fyrir marga, en hún ein og sér mun ekki koma í stað hefðbundinnar styrktarþjálfunnar þegar fram líða stundir.

Samblanda sem hentar hverjum og einum þarf að vera til staðar svo jafnvægi á þessum atriðum myndist. Ekki má gleyma heldur ánægju og skemmtanagildinu því líkamsrækt eftir því hvernig hún er stundum ætti að vera skemmtileg og eftirsóknaverð og kalla á þig. Sem birtist í því að einstaklingur þarf að “langa” fara á æfingu en ekki bara “þurfa” eða “verða”.

Jákvæð og uppbyggjandi hugarfarsleg nálgun til þeirrar stefnu og uppsetningar á að vera til staðar þegar kemur að líkamsrækt sem á að stuðla að raunverulegum bætingum. Að koma sér saf stað á ekki bara að vera fólgið í því að byrja að mæta á æfingar. Æfingar ættu að hafa fastan sess eins og hver annar mjög mikilvægur fundur á fyrirfram ákveðnum tímum sem ekki má hliðra til nema brýna nauðsyn beri til. Að lokum skal nefna að í upphafi skal endinn skoða.  Leikskipulag eða prógrammið á að vera þaulskipulagt því það er handritið að skemmtilegri sögu sem á aldrei að taka enda. 

Bestu æfingar í heimi eru einfaldlega ekki til. Bestu æfingarnar eru þær sem hjálpa þér að gera líf þitt auðveldara og það er mjög persónubundið hverjar þær eru og hvernig þær eru gerðar. 

 

Gangi þér vel

Björn Þór Sigurbjörnsson 
Einkaþjálfari og nemi í Osteopatíu 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

We are using cookies on our website

Please confirm, if you accept our tracking cookies. You can also decline the tracking, so you can continue to visit our website without any data sent to third party services.