
"Björn Þór er framúrskarandi einkaþjálfari. Ég er búinn að vera í tímum hjá honum í tæpa fjóra mánuði, mæti a.m.k. þrisvar í viku og ég finn verulega framför, ekki bara á líkamanum heldur líka andlega. Þegar ég byrjaði hjá honum í janúar var ég orðinn allt of þungur og sver um mig miðjan, ég var líka slappur og hafði ekki mikið þol. Ég var á núllpunkti og alls ekki sáttur við sjálfan mig, en var einhvern veginn ráðalaus um hvað gera skyldi. Núna er staðan sú að ég hef lést um rúm 8 kg, ummálið hefur minnkað verulega, „belgurinn“ er að hverfa og ég allur stæltari en ég var. Ég hef náð upp miklu betra þoli og get stundað æfingarnar á mun markvissari hátt en í byrjun. Ég er sáttari við sjálfan mig og nýt þess að heyra fólk segja hvað ég líti vel út. Líkamlegt og andlegt ástand er almennt betra, ég sef betur og sprett upp eldsnemma á morgnanna og er hress allan daginn. Heilsan er betri og það er ljóst að regluleg hreyfing hefur góð áhrif til að lækka of háan blóðþrýsting og draga úr einkennum sykursýki sem ég hef greinst með. Ég hef nokkrum sinnum byrjað í líkamsrækt áður en alltaf gefist upp. Ég þurfti klárlega á leiðsögn einkaþjálfara að halda til að stunda æfingarnar jafnt og þétt og gera líkamsræktina markvissa og árangursríka. Ég tel mig heppinn að hafa komist að hjá Birni Þór. Hann er mjög hvetjandi og jákvæður, en líka raunsær um getu mína í æfingunum, og nálgast starfið af fullkominni fagmennsku."

Langar að þakka Bjödda fyrir frábæran tíma í þjálfun. Byrjaði í haust, gjörsamlega orkulaus og úthaldslaus. Hann sýndi þessu öllu skilning og þolinmæði. Hringdi og var mjög hverjandi og sýndi manni það að honum var ekki sama. Hann var líka ákveðinn og markviss með hvert hann vildi stefna með þjálfunina. Ég mæli með Bjödda og kem til með að vera áfram þar sem ég finn að ég er ekki dugleg án hans. Svo er hann bara þægilegur og gaman að spjalla við og treysta.
Ég byrjaði í einkaþjálfun hjá Bjödda Í Desember 2018. Í upphafi hafði ég ekki mikla trú á að ég nærði miklum árangri. Var búinn að reyna svo oft sjálfur að byrja en alltaf gefist upp. Ég var í mjög slæmu formi, bæði styrður, með háa fituprósentu og með mikla bakverki sem hefur háð mér lengi. Eftir fyrsta mánuðinn var árangurinn ótrúlegur, bæði hafði ég lést og fituprósentan minnkað. Í dag, 5 mánuðum seinna er ég búinn að léttast um 12kg, fituprósentan búin að minnka um 14%, komið með aukið þol ásamt því að vera mikið betri í bakinu. Björn hefur hvatt mig áfram með mikilli jákvæðni og peppað mig upp þegar ég var kominn að því að gefast upp og hætta. Hann hefur sett niður æfingar sem hafa hentað mér vel og komið með góð ráð varðandi mat og matarvenjur sem hefur skipt miklu máli hjá mér. Ég mæli hiklaust með honum sem einkaþjálfara, jafnvel þó ég hafi ekki þolað hann á sumum æfingunum þegar hann var að gera útaf við mig. Takk fyrir mig vinur, ég væri ekki á þeim stað sem ég er í dag án þín.
Ég hef verið svo lánsöm að kynnast Bjödda einkaþjálfara sem hefur með sinni nálgun gefið mér trú á mig sjálfa - Hjálpað mér að nálgast hreyfingu á heilbrigðan hátt og gefið mér nýja og betri sýn á mataræði. Hann hefur ýtt mér svolítið fram að brúninni á góðan hátt og sýnt mér að ég á meira og get meira en ég hafðiu trú á í upphafi.

Bjöddi reyndist mér vel að koma mér í form fyrir aldamótatónleikanna. Fjölbreyttar og krefjandi æfinga, auðvelt að fylgja uppsetningu mataræðis með aðhaldi hans og hefur hann góða eiginleika til að vilja gera betur. Hann fær mín allra bestu meðmæli

Hef glímt við mikinn stífleika og bakverkilengi vel. Eftir þjálfun hjá Birni hef ég styrkst mikið, náð að komast verkjalaus í gegnum daginn í fyrsta skiptið í mörg ár og misst að auki 25 kg. Björn er mjög vandvirkur, er þægilegur, hvetjandi og framúrskarandi einkaþjálfari.

Ég glími við ólæknandi sjúkdóm sem heitir EDS og læknar voru búnir að stilla mér upp vegg, ég mátti ekki æfa,ég mátti ekki synda, ég mátti ekki lyfta þungu og í stuttu orði þá mátti ég ekkert gera. Eftir 17 ár af þessu hvalræði tók ég þá ákvörðun að hlusta ekki á þetta lengur og fá mér einkaþjálfara og ég valdi Bjödda eftir að hafa ráðfært mig við heimilislækni minn og mælti hún eindregið með honum. Og váá þvílík fagmennska og viska sem einn yndislegur maður hefur!! Frá þeim tíma hefur hann passað svo uppá mig og staðið við hvert orð sem hann segir. Með fullri virðingu fyrir öðrum þjálfurum, þá myndi ég alldrei vilja vera hjá neinum öðrum en honum . Hann er engill í mannsmynd. Takk fyrir hjálpina Bjöddi

Ég sá mjög hraðan árangur eftir að ég byrjaði hjá Bjössa. Líkaminn varð allur hreyfanlegri og fituprósentan hrundi frekar hratt. Eftirfylgnin hjá honum er uppá 10 og hann veitir gott aðhald með matarræði og hreyfingu á milli tíma með honum.

Ég byrjaði í einkaþjàlfun hjà Bjödda í byrjun október sl. Ég var í slæmu formi, hafði gengið í gegnum krabbamein og lenti í slysi og eyðilagði à mér bàðar axlirnar og er búin að fara í 3 aðgerðir à öxlum. Þegar ég byrjaði hjà Bjödda gat ég varla hreyft à mér hendurnar. Núna 4 màn síðar fara hendurnar leikandi létt upp fyrir haus. Bjöddi fór yfir mataræðið og gerði matarprógramm og 6 kg farin à 3 1/2 màn. Bjöddi er àkveðinn og hvetur mig àfram og mér finnst alltaf gaman að fara í tíma til hans. Hann er algjörlega fràbær þjàlfari og ég à honum mikið að þakka að vera það sem ég er í dag. Takk Bjöddi
Björn Þór er stórkostlegur þjálfari. Hann hjálpaði mér að komast í besta form lífs míns árið 2009 og eftir að hafa búið erlendis í 10 ár og glímt við ýmis heilsuvandamál sem settu allt úr skorðum hjá mér, þá kom ekki annað til greina en að hafa samband við hann. Ég setti mig aftur í samband við hann til að fá aðstoð og urðu gleðifundir, hann tók mér eins og hann hefði hitt mig í gær. Hvort sem maður vill aukinn líkamsstyrk, aukið þol og þrek, bætta sjálfsmynd, tóna sig upp, léttast, temja sér breytta lífshætti, taka mataræðið í gegn eða koma sér almennt í gott form þá er erfitt að finna meiri fagmann en Björn Þór. Þekkingin sem hann býr yfir virðist vera botnlaus, en hann hefur fyrir því að sækja sér þá þekkingu og hefur einstakan hæfileika að útskýra hluti á mannamáli. Hann hefur mjög jákvæða og hvetjandi nálgun til að hjálpa þér að ná markmiðum þínum og er einstaklega áhugasamur um allt sem viðkemur líkamsrækt, næringarfræði og almennri heilsu. Ég hef ekki enn náð að byrja að æfa en hef verið í næringaþjálfun þar sem hann hefur hjálpað mér að taka mataræðið í gegn í 6 vikur og ég er strax búin að missa 7 kg og get ekki beðið með að byrja æfingar þegar stöðvarnar opna. Björn Þór er mjög vandvirkur og hvetjandi og vill að maður nái árangri og mun styðja mann í því frá fyrsta degi.

„Ég er aldrei að fara mæta reglulega í ræktina“ var hugsun sem ég stóð frammi fyrir eftir ítrekaðar tilraunir um að láta hreyfingu vera hluti af daglegri rútínu. Það var bara svo miklu auðveldara að láta allt annað ganga fyrir og keyra hversdagsleikann áfram óbreyttan og skýla sig bak við tímaleysi. Það þarf hugrekki til að taka upp síman og biðja um aðstoð og í þetta skipti þurfti ég að kafa djúpt til að finna það. Að standa frammi fyrir sínum eigin ótta og óvissu getur verið hamlandi tilfinning. Ég er því endalaust þakklát fyrir viðmótið sem Björn Þór sýndi mér eftir að ég loksins tók upp símann og setti mig í samband við hann. Símtalið einkenndist af skilningi og trausti og alveg frá fyrstu mínútu hefur hann mætti mér af mikill virðingu, metnaði og jákvæðni. Það er geggjuð tilfinning að vera farin að mæta reglulega í þjálfun/ræktina með Birni Þór. Metnaður hans og góð þekking endurspeglast í að taka ábyrgð, taka ábyrgðar ákvarðanir á eigin lífsstíl og framkvæma þær óháð því hvernig manni líður. Björn Þór býr yfir þeim eiginleika að fá mann í lið með sér fyrir það eitt að vera hann sjálfur, heiðarlegur og sannorður. Frá fyrsta degi hefur hann sótt mig heim í gegnum samfélagsmiðla með hrósi og hvatningum um að taka ábyrgð og nær á svo uppbyggilegan hátt að minna mig á hversu miklu máli sjálfsagi skiptir. Árangur minn af þjálfuninni hans er bundinn í geggjuðum leiðbeiningum frá honum, traustu utanumhaldi og gríðastórri verkfærakistu sem hann miðlar til mín. Eftir fréttir gærdagsins um hertar samkomutakmarkanir og lokun líkamsræktastöðva greip mig hugsun sem ég hef ekki hitt lengi „Ég er aldrei að fara mæta reglulega í ræktina“ . Ég var ekki búinn að sleppa hugsuninni þegar Björn Þór var búinn að setja sig í samband og minna á að það væri ekkert annað í boði en að halda áfram. Eldmóðurinn sem endurspeglaði símtalið gerði það að verkum að það var auðvelt að hugsa út fyrir boxið, eiga hlutdeild að lausninni en ekki vandamálinu. Ég er endalaust þakklát fyrir að hafa sett mig í samband við Björn Þór, kynnst honum, hans orku og hugarfari. Hans hlýlega miðmót bergmálar í hausnum á mér sem verður til þess að ég næ árangri.