Fjarþjálfun

Björn er einn af upphafsaðilum fjarþjálfunar á Íslandi, hóf hann að bjóða uppá fjarþjálfun árið 2005 og þekkir hvað þarf til að láta fjarþjálfun skila árangri. Með fjarþjálfun færð þú marga kosti einkaþjálfunar en á þeim tíma sem þér hentar. Þú færð áætlun sem er sérniðin að þínum aðstæðum en er ekki fjöldaframleidd fyrir marga aðila. Áætlunin getur innihaldið æfingar í sal eða heima, úti í náttúrunni, sund, hlaup eða göngur. Þú færð leiðbeiningar um rétta líkamsbeitingu á æfingum ásamt reglulegum samskiptum í gegnum samskiptamiðla til að kanna hvort þú hafir tekið þína æfingu þann daginn, hvernig gengur að halda sig við matarræðið og veita hvatningu og stuðning. Regluleg samskipti veita mikið aðhald og gefa tækifæri til að auka jákvæða andlega upplifun af þeim breytingum sem eiga sér stað.
Athugið að eingöngu eru í boði 6 pláss.

• Mat á líkamlegri stöðu og mælingar (fyrir þá sem eru á höfuðborgarsvæðinu)
• Greining á núverandi ástandi og setning raunhæfra markmiða
• Æfingaráætlun sem inniheldur æfingar í sal,heima eða utandyra.
• Ráðleggingar varðandi matarræði og aðgangur að síðum sem innihalda uppskriftir, ráðleggingar og annað nytsamlegt efni.
• Þú æfir á þeim tíma sem þér hentar og getur gert það heima eða á líkamsræktarstöð
• Aðgangur að appi með myndböndum og skýringum af öllum æfingum
• Regluleg samskipti við einkaþjálfarann í gegnum samskiptamiðla.
• Vikulegt check in
• Einn tími í mánuði á stöð til að fara yfir stöðuna ef þú ert á höfuðborgarsvæðinu
Verð á fjarþjálfun er 12.500 kr
Sendu fyrirspurn á forminu hér að neðan eða hringdu í síma 7730111.