Fyrirtæki og hópar

Heilsuefling fyrir vinnustaði og hópa.

Björn Þór Sigurbjörnsson hefur haldið fyrirlestra og haldið utan um heilsueflingu innan fyrirtækja, stofnanna og hópa. 

Heilsueflingin snýr að því í meginatriðum að gera líkams & ástandsmælingar fyrir hópa og á vinnustöðum auk æfingakerfis sem er sniðið að kyrrsetustarfi. Heilsuefling innan vinnustaða er alltaf að auka rými sitt vegna þeirrar vitundavakningar sem orðið hefur á s.l. áratug tengri aukinni heilsu starfsmanna. Þær mælingar sem í boði eru að framkvæma eru

  • Vigtun, ummálsmæling og fitumæling 
  • Blóðþrýstings, blóðsykurs & blóðfitumæling (kólesteról) 
  • Súrefnismettun 
  • Gripstyrksmæling 
  • Líkamsstöðugreining 

Hver einstaklingur fær útreiknaðar niðurstöður mælinga og skýrslu afhenta út frá þeim niðurstöðum sem mælingarnar sýna, auk heftis með æfingum og teygjum sem ætlað er fólki sem vinnur kyrrsetustarf. 

Björn hefur víða haldið fyrirlestra sem hafa hlotið góðan hljómgrunn. 

Fyrir nánari upplýsingar sendið fyrirspurn í forminu hér að neðan eða í síma 773 0111.

    Fyrirtæki og stofnanir sem Björn hefur unnið inn á 

    We are using cookies on our website

    Please confirm, if you accept our tracking cookies. You can also decline the tracking, so you can continue to visit our website without any data sent to third party services.