Fyrirlestrar

Fyrirlestrar fyrir vinnustaði og hópa

Björn Þór Sigurbjörnsson einkaþjálfari býður upp á fyrirlestra fyrir vinnustaði og hópa. Umræðuefnið er fjölbreytt og snýr að hreyfingu, matarræði, tímastjórnun, svefni og viðhorfi til heilsusamlegs lífernis, svo eitthvað sé nefnt.
Það er margsannað að hreyfing og hollt matarræði bætir lífsgæði ásamt því að draga úr þreytu og veikindum. Það er því til mikils að vinna fyrir fyrirtæki og starfsfólk að kynna sér grundvallaratriði fjölbreyttrar hreyfingar og næringarríkrar fæðu.
Í fyrirlestrinum er meðal annars farið yfir neðangreind málefni:

● Hvar á ég að byrja?
● Hvernig get ég fundið tíma fyrir hreyfingu
● Hvernig hreyfingu á ég að velja mér?
● Raunhæf markmiðasetning og raunhæfur árangur
● Tímastjórn og forgangsröðun
● Mataræði, hreyfing eða hvoru tveggja?
● Hvað ber að varast?
● Um hvað snýst næring og hvernig er best að nálgast hana
● Veganesti inn í varanlega lífsstílsbreytingu

Fyrir nánari upplýsingar sendið fyrirspurn í forminu hér að neðan eða í síma 773 0111.