Skilmálar

Þegar viðskiptavinur skráir sig í þjálfun skal hann greiða í fyrsta tíma, einn mánuði í senn. Skal uppsögn miðast við mánaðarmót. Uppsagnarfrestur er einn mánuður.
Komi til þess að tími falli niður vegna forfalla þjálfara bætist tími aftast við þjálfunartímann.

Missi viðskiptavinur úr tíma vegna forfalla getur hann samið við þjálfara um að þeim tíma sé bætt við en séu forföll vegna veikinda en að öðru leiti gildir þjálfunartímabil en ekki ákveðinn fjöldi skipta.

Líkami bætir tíma sem falla niður ekki upp að öðru leiti.

Forfallist viðskiptavinur skal hann tilkynna það eigi síðan en 1. klst fyrir tímann. Seinki viðskiptavini skal hann einnig tilkynna það svo fljótt og verða má.

Námskeið eru ekki endurgreidd.

Lög og varnarþing
Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi
upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur
Líkama. á grundvelli þessara ákvæða og skilmála, verður slíkum
ágreiningi eða kröfu einungis vísað til meðferðar hjá íslenskum
dómstólum.

Reglur og skilmálar varðandi friðhelgi og vafrakökur (cookies)
Við virðum friðhelgi gesta okkar á vefnum og mikilvægi þess að fólk
verndi persónulegar upplýsingar. Við höfum tekið upp sérstakar reglur
og skilmála varðandi friðhelgi sem setur okkur mörk varðandi söfnun,
geymslu og notkun á þeim upplýsingum sem þú gefur okkur.

Við birtum upplýsingarnar hér að neðan til að gestir okkar á vefnum
séu meðvitaðir um fyrrnefndar reglur og skilmála. Með því að heimsækja
likami.is samþykkir þú og viðurkennir þær aðferðir sem lýst er í
þessum texta.

Persónulegar upplýsingar sem við fáum frá þér
Þegar þú skráir þig í einkaþjálfun eða aðra þjónustu söfnum við
upplýsingum sem varða nafnið þitt, tölvupóstfang, farsíma, fæðingardag, þyngd, hæð,
líffræðilegt kyn, þjálfunarmarkmið þín og hve oft þú vilt æfa.
Framseljum við þessi gögn aldrei til 3ja aðila.

Hvað með vafrakökur (cookies)?
“Cookies“ eða vafrakökur eru upplýsingar sem vefforritið þitt geymir í
tölvunni þinni að beiðni netþjóna. Líkami notar þessar upplýsingar
til að vita hversu oft þú heimsækir heimasíðuna og hvernig þú notar hana.

Flestir vafrar eru stilltir þannig að þeir taka sjálfvirkt við
vafrakökum en hægt er að stilla þá þannig að notandinn þurfi að
samþykkja hvert tilvik. Enda þótt þú kjósir að leyfa ekki vafrakökur
geturðu samt sem áður notað flest alla hluta vefsíðu okkar.