Skip to content Skip to sidebar Skip to footer

Functional training

Functional training er með vinsælli hugtökum líkamsræktarinnar í dag. TikTok og Instagram er fullt af þessu.  

Gott og blessað.
En hvað er functional training í raun og veru?

Við erum að tala um tilgang.
Hreyfing verður functional þegar hún þjónar þér, þínum lífsstíl, markmiðum og jafnvægi.
Þegar hún hjálpar þér að standa upp án sársauka, ganga upp stigann með öryggi, eða endurheimta stjórn á líkamanum eftir meiðsli t.a.m.

Functional æfing er ekki endilega sú sem lítur best út á myndbandi, heldur sú sem lætur þér líða best í eigin líkama.
Árangur allra er ekki mældur í hraða,formi eða þyngd, ekki síst heldur í líkamsvitund, samhæfingu og vellíðan.

Líkamsræktarþjálfun sama hvernig hún er uppbyggð, virkar best þegar hún er kennd með samhengi eða myndlíkingu svo fólk skilji tilgang og sjái ávinning af því að gera hlutina yfir höfuð. 
Ekki með hræðslu, ekki með “þú mátt ekki gera þetta svona, það meiðir þig eða gerir þig ekki betri”   Fólk þarf að fá skilning afhverju það er að æfa eða hreyfa sig á tiltekinn hátt.  
Þú þarft ekki að hreyfa þig eins og eitthvað dýr sem þú ert ekki bara af því það er eitthvað flott við að sjá það, hins vegar ef þér líður vel með að gera það þá er ekkert athugavert við það í sjálfu sér. En það á einfaldlega ekki við um alla. 

Þess vegna er skilgreiningin á functional er ekki hvað þú gerir, heldur hvers vegna þú gerir það, með tilliti til þín.

Ef við skoðum þetta út frá fólki með einhverskonar fötlun, sjúkdóma eða er í endurhæfingu.
Þá fær orðið functional öðruvísi merkingu
Þetta snýst ekki um að hoppa um eins og kengúra eða skríða á gólfinu eins og snákur, heldur að geta staðið upp sjálfstætt, hreyft handlegg sem hafði verið stífur, stjórnað öndun, eða gengið án ótta. Ofantaldar hreyfingar út frá Human movement patterns hafa lítið með þetta að gera einar og sér. 

Leave a comment

Póstlisti

Please wait...

Takk fyrir skráninguna, heyrumst!

© Allur réttur áskilinn Líkami.is 2025.