Heilsuefling og Fyrirlestrar fyrir Vinnustaði og Hópa
Björn Þór Sigurbjörnsson býður upp á fræðandi fyrirlestra og heilsueflingu sem eru sérsniðin að þörfum fyrirtækja, stofnana og hópa.
Fyrirlestrar:
Á skiljanlegu og aðgengilegu máli er fjallað um hvernig styrktarþjálfun eykur endurheimtandi orku og virkir fjölþætt stoðkerfi líkamans, þ.m.t. meltingu, taugakerfi, heila, bein, vöðva og liði. Þessi kerfi vinna saman og stuðla að aukinni vellíðan og betri líkamlegri heilsu. Fyrirlestrarnir eru hvetjandi og fá fólk til að vilja taka þátt í reglulegum æfingum.
Heilsuefling á vinnustöðum:
Í meginatriðum felst þjónustan í líkams- og ástandsmælingum fyrir hópa og vinnustaði ásamt þróun æfingakerfa sem henta sérstaklega fyrir kyrrsetustarf. Einnig er boðið upp á uppsetningu æfingaútbúnaðar á vinnustöðum. Vaxandi áhugi hefur verið á heilsueflingu á vinnustöðum undanfarin ár, þar sem aukin vellíðan starfsmanna hefur jákvæð áhrif á bæði vinnustaðamenningu og afköst.
Mælingar sem í boði eru:
- Vigtun, ummálsmælingar og fitumælingar
- Blóðþrýstings-, blóðsykurs- og blóðfitumælingar (kólesteról)
- Súrefnismettun
- Gripstyrksmælingar
- Líkamsstöðugreining
- Uppsetning æfingaútbúnaðar í vinnurými
Hver einstaklingur fær nákvæmar niðurstöður mælinga í skýrsluformi ásamt æfinga- og teygjuprógrammi sem er sérstaklega hannað fyrir kyrrsetustörf.
Björn hefur haldið fyrirlestra víða og fengið afar jákvæð viðbrögð fyrir sitt starf.
Fyrir nánari upplýsingar fylltu út fyrirspurnarformið hér að neðan eða hafðu samband í síma 773 0111.
Fyrirtæki og stofnanir sem Björn hefur unnið inn á