Algengt er að fólk upplifi eymsli og verki á axla háls og herðasvæði. Þessir verkir eru afleiðing af óstöðugleika sem veldur skertu blóðflæði til að mynda. Þessi óstöðugleiki sem umræðir getur orsakast af mismunandi ástæðum. Til að mynda vegna sveigju á hrygg sem myndar vefjaskekkjur. (e. lordosis, scoliosis, kyphosis)
Önnur ásæða óstöðuleika er að herðablöð eru ekki í réttri stöðu vegna upphækkunnar rifbeinaklasa sem er vegna stífleika í virkni á Serratus anterior sem spilar stórt hlutverk í stöðu herðablaða og axlaliðs (1) og vöðva sem lyftir herðablöðum og rifbeinum er Diaphram (Þindin) (2).
Það er til mikils að vinna að ná að virkja þessa vöðva og styrkja þetta svæði til margra hluta saka. Hægt er að vinna með æfingar sem vinda ofan af þessu, en þegar verkir eru orðnir mjög djúpir og langvarandi eru Osteopatar, kírópraktorar og sjúkraþjálfarar fagaðilar sem vinna með þessa hluti ef skilgreining vandans er mjög djúpstæð.
Hér að neðan set ég inn tvær æfingar sem geta hjálpað til þess að losa annars vegar serratus anterior og diaphram til þess að liðka fyrir herðum, því þar liggur oft orsök.
1. Kinesiologic considerations for targeting activation of scapulothoracic muscles – part 1: serratus anterior – PMC (nih.gov)
2. Effects of diaphragm muscle treatment in shoulder pain and mobility in subjects with rotator cuff injuries: A dataset derived from a pilot clinical trial – PMC (nih.gov)
Björn Þór Sigurbjörnsson
Einkaþjálfari og nemi í Osteopata