Til hvers að nota nuddrúllur?
Nú þegar margir eru að setja sig af stað í ræktinni líkamsrækt er ágætt að staldra við og velta fyrir sér nuddrúllum sem víða má sjá. Margir nota þessar rúllur án þess að hafa nokkra hugmynd um tilgang þeirra. Á suma hluta líkamans er ótrúlega vont að nota rúlluna en á öðrum stöðum finnum við lítið fyrir henni. Nuddrúllur eru fremur nýtt fyrirbæri og rannsóknir sem hafa verið gerðar til að meta áhrif á líkamann eru nýlegar, svo langtíma áhrif hafa lítt verið skoðuð. Í kringum alla vöðva og líffæri líkamans liggur bandvefur. Bandvefurinn er myndaður úr kollagen þráðum og er mjög sterkur. Þar sem stífleiki bandvefsins er mismunandi og margar taugar tengjast honum getur stífleiki hans sett mikinn þrýsting á taugar og vöðva og leitt til verkja. Þegar við upplifum stirðleika er það því ekki endilega vegna vöðva sem eru stuttir heldur getur það verið vegna þess að bandvefurinn í kringum vöðvann er orðinn stífur. Vöðvabandvefslosun (myofascial realease) er regnhlífarhugtak yfir fjölbreytta meðhöndlun þar sem þrýstingur er settur á vöðva og bandvef. Auk þess að fara til sérfræðings eins og osteopata eða sjúkraþjálfara, er hægt að prófa að losa um bandvefinn sjálf/ur (sjálfsvöðvabandvefslosun). Algengasta tækið sem til þess er notað er þessi frauðrúlla eða “foam roller”. Þessi aðferð, sjálfsvöðvabandvefslosun, virðist hafa víðtæk áhrif og er líklegast þekktust fyrir snögga aukningu á liðleika en hefur einnig verið notað til þess að minnka óþægindi og hafa áhrif á virkni æða. Til hvers að nota nuddbolta? Nuddboltar eru fín leið til þess að virkja vöðva áður en Nuddboltar eru sérhannaðir til þess að ná á svæði sem Hvernig á að nota nuddbolta? Þú getur bætt svefn og losað um spennu með því að nota rúllu og bolta á gólfinu fyrir framan landann á sunnudögum eða yfir fréttunum 🙂 Björn Þór Sigurbjörnsson |