Einkaþjálfun er góður valkostur bæði fyrir þá sem eru vanir reglubundinni þjálfun og ekki síður þá sem eru að stíga sín fyrstu skref. Áætlun er sniðin að hverjum einstakling fyrir sig. Þeir sem sækja einkaþjálfun til Björns njóta mikils aðhalds og eftirfylgnis hans. Dagleg samskipti veita mikið aðhald og gefa tækifæri til að auka jákvæða andlega upplifun af þeim breytingum sem eiga sér stað. Einkaþjálfun er sérsniðin nálgun að hverjum einstakling. Yfirferð þjálfunnar er fólgin í
• Mat og greining á líkamsstöðu, hreyfiferli/getu og mælingar gerðar
• Uppsetning æfingakerfis og mataræðis með tilliti til m.a. forgrunns, reynslu og þarfa viðkomandi.
• Æfingaráætlun sem inniheldur æfingar með þjálfara 1x til 5x í viku
• Aðgangur að appi með myndböndum og skýringum af öllum æfingum og næringaplani.
• Samskipti við einkaþjálfarann í gegnum samskiptamiðla, tölvupóst eða síma.
Fyrir skráningu eða fyrirspurnir sendu fyrirspurn hér að neðan eða hringið í síma 7730111.