Næringarþjálfun / þjálfun er nýjung sem hefur orðið sífellt vinsælli vegna þarfar.
Þekking og reynsla mín mun hjálpa þér að finna út hvað er gott fyrir þig að hafa til hliðsjónar í þessum efnum.
Í stað þess að einblína á hitaeiningar, kolvetni, fitu, prótein og það sem þarf að forðast, þá legg ég áherslu á að viðskiptavinir mínir skapi sér sína eigin hamingju og heilbrigt líferni sem er sveigjanlegt, skemmtilegt og án afneitunar og öfga, heldur læri hvað næring í raun og veru er. Ég legg mikinn metnað í kenna skjólstæðingum mínum lífstíl og ferla sem nýtast út ævina.
Það er ekki til nein ein gerð mataræðis sem virkar fyrir alla. Ég mun leiða þig áfram í að finna þá næringu og lífstíl sem best styður við þig og þínar þarfir.
Viðtölin er mikilvægasti hlekkurinn. Í viðtölunum og símtölunum náum við að kafa síðan enn dýpra í það hvað það er sem þú virkilega vilt og hvað það er sem heldur aftur af þér, setjum raunhæf markmið, tökum mælingar og vigtun (ef þú ert á höfuðborgarsvæðinu).
Ásamt því að vera í sambandi í gegnum matardagbókina sem þú fyllir út í gegnum app sendi ég út fróðleik að lámarki 3x í viku ásamt vikulegu endurmati, sem er ótrúlega öflugt tæki, jafnt fyrir þig sem mig, til að fylgjast með árangri þínum skref fyrir skref á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.
Þrjú viðtöl og mælingar hjá video viðtöl
Heilsufarsskýrsla
Sérhæfð leiðrétting út frá skýrslu og viðtali
Markmiðasetning
Uppsetning orkuefnasamsetningar (macros og micros)
Matardagbók yfirfarin
Hvatning
Eftirfylgni
Fróðleikur
150 bls uppskriptahefti
Aðgangur að þjálfara í gegnum [email protected] og samfélagsmiðla
Vikulegur póstur sem inniheldur fróðleik
Verð fyrir 6 vikur er 42.000 kr
Fyrir nánari upplýsingar sendið póst á [email protected] eða hringið í síma 7730111