Hip Flexorar

Hip flexorarnir eru samansafna nokkura vöðva sem gera okkur kleyft að beygja okkur, ganga fram og til baka , til hliðar og upp svo fátt eitt sé nefnt. Þessir vöðvar eru

* Psoas
* Iliacus
* Rector femoris
* Pectineus
* Sartorius

Eins og sést á myndinni eru allir þessi vöðvar með festur annars vegar í mjaðmaspaðanum eða í hryggjar súlunni og hafa þ.a.l. Mikil áhrif á hvorutveggja.

Stífleiki á mjaðmasvæði er algengt vandamál í vestrænum samfélögum sem kemur til vegna t.d. mikillar kyrrsetu. Þessir vöðvar verja miklum tíma í stuttri sveigjustöðu og það veldur því að yfir tíma þá verða þeir stífir í stuttu stöðunni og afleiðing af því verður að lenging þessara vöðva verður erfiðari og það veldur minni aflmyndun sem birtist í skertri hreyfigetu og tíðrædd líkamsstaða verður heftari. Þetta er býsna algengt og þetta er orsök fyrir einkennum sem þekkjast t.d. í bakverkjum, settaugabólgu (piriformis syndrome) og hnévandamálum.

Ég ætla í þessum stutta pistli að gera stuttlega grein fyrir þessum vöðvum virkni þeirra til að upplýsa stuttlega um mikilvægi þessara vöðva. 

Psoas
Psoas er eini vöðvinn sem tengir fæturna við hryggjarsúluna beint. Hlutverk þessa vöðva er að beygja mjöðmina, snúa mjömum þegar hryggurinn snýst og gegnir því hlutverki að hafa stöðugleika á mjóbakshryggjarsúlunni. Það má því gera sér bersýnilega grein fyrir því hvernig þessi vöðvi getur leitt til bakverkja , því ef hann er stuttur og aflmyndun er lítil þá býr hann til þrýsting á mjóbakið. Þó að þetta kunni að eiga sér stað þá þarf að horfa á samspila annara vöðva sem kunna að koma að vandamálinu. 


Iliacus
Þetta er vöðvi sem sameinast psoas vöðvanum þegar þeir festast í neðri hlutanum við lærbeinið og þekkjast saman sem iliopsoas. Iliacus er nauðsynlegur til þess að mjaðmabeygja geti átt sé stað og að við getum yfir höfuð beygt á okkur fæturnar. Sumir sem þekkja sófateygjuna eða e. Couch stretch sjá að þetta er sá vöðvi sem teygir einna mest á þar, eða framan á mjaðmabeininu (pelvic). Vöðvinn gegnir einnig stóru hlutverki í stöðugleika fyrir grindarbotninn. 


Rectus femoris
Quadriceps, eða framanverðir lærvöðvar eru samansettir af 4 mismunandi stórum öflugum vöðvum, en þetta er eini vöðvinn af þeim sem tengir sig við mjöðmina. Þar af leiðandi gegnir hann lykilhlutverki í að lyfta fætinum sem og að hafa góðan stöðugleika á hnénu þegar það beygjist. Þar af leiðandi afhöfn eins og að þegar sparkað er í fótbolta eða þú hleypur, þá er þessi vöðvi  að gegna lykilhlutverki. 


Pectineus
Er að skilgreinast sem innanlærisvöðvi sem er ábyrgur fyrir því að fæturnir leiti inn. Það er mikilvægt að þessi vöðvi sem sterkur með tilliti til að hafa sterkan grindarbotn og að hnén hafi góðan stöðugleika. 


Sartorius
Kunnum til leiks hér lengsta vöðva líkamans af þeim 650 sem eru til staðar. Þessi vöðvi leiðir sig frá mjaðmabeini niður að sköflungsbeini. Sem segir okkur það að hlutverk hans er margþætt eins og að koma að beygju mjaðmarinnar, að snúa fætinum og staðsetja þ.a.l. Fótinn í ýmsum stöðum sem snúa inn og út, stöðugleiki á hnjám og að beygja fæturnar.


Þegar við sjáum þetta svona þá sjáum við bersýnilega hvað þessi vöðvar gegna stóru hlutverki í að hafa heilbrigð hné, að búa við góðan hreyfanleika á fótum sem og að hversu miklu máli þeir skipta fyrir bakheilsu. Þessir vöðvar hafa mismunandi hlutverk en þeir gætu illa eða alls ekki verið án hvorts annars og tryggir það við það sem ég segji svo oft. Að þetta er allt tengt á einn eða annan hátt og við þurfum að horfa á þetta sem heild, því heildin er aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn.

Að því sögðu á vel við að segja að viðþurfum að æfa líka vöðva sem við sjáum ekki í speglinum. 

Björn Þór Sigurbjörnsson 
Einkaþjálfari og nemi í Osteopatíu 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

We are using cookies on our website

Please confirm, if you accept our tracking cookies. You can also decline the tracking, so you can continue to visit our website without any data sent to third party services.