Einkaþjálfun – sérsniðin nálgun fyrir þín markmið
Einkaþjálfun hentar bæði þeim sem hafa mikla reynslu af reglubundinni þjálfun og þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref. Með sérsniðinni áætlun, sem er útbúin fyrir hvern einstakling, færðu aðhald og stuðning sem tryggir árangur. Þeir sem þjálfa með Birni njóta daglegra samskipta sem stuðla að jákvæðri andlegri upplifun og auka trú á breytingarnar sem eru að eiga sér stað.
Aðferðafræði einkaþjálfunar:
- Mat og greining: Líkamsstaða, hreyfifærni og geta eru metin, auk þess sem nauðsynlegar mælingar eru framkvæmdar.
- Sérsniðin áætlun: Æfinga- og mataræði er skipulagt út frá markmiðum, fyrri reynslu og þörfum hvers og eins.
- Sveigjanleg æfingartíðni: Þjálfunartímar með þjálfara allt frá einu sinni til fimm sinnum í viku.
- Rafræn verkfæri: Aðgangur að æfingaappi með skýringarmyndböndum fyrir allar æfingar auk annara verkfæra.
- Samfelld samskipti: Þú hefur beinan aðgang að einkaþjálfaranum í gegnum samskiptamiðla, tölvupóst eða síma.
Viltu vita meira eða skrá þig? Sendu fyrirspurn í formið hér að neðan eða hringdu í síma 773-0111.