[vc_row][vc_column][vc_column_text]
Tilgangur námskeiðsins er að veita heildræna fræðslu um holla lifnaðarhætti á tímum samkomubanns og heimavinnu til að koma í veg fyrir neikvæð áhrif á andlega líðan, hreyfingu og hollt matarræði. Á námskeiðinu færð þú upplýsingar varðandi svefn, streitu, matarræði og hreyfingu með tilvitnunum í heimildir.
Þú færð sendan tölvupóst daglega sem innihalda aðferðir sem koma til með að nýtast þér jafn á þessum tíma og til framtíðar. Farið verður ítarlega yfir neðangreinda þætti:
1. Svefn og streita og áhrif þessara þátta á okkar daglega líf
2. Grunnatriði næringarfræðinnar, hlutverk orkuefna, vítamína og steinefna og hvernig þú færð þau úr fæðunni.
3. Hugmyndir að æfingum, teygjum og útvist og hvernig þú getur útbúið þína eigin æfingaáætlun.
4. Hollar og fjölbreyttar uppskriftir
5. Hvatning til árangurs
Þessu til viðbótar mun ég draga úr nöfnum þeirra sem skrá sig og geta þeir hlotið eftirtalda vinninga:
• Þrír fá þrjá mánuði í fjarþjálfun hver
• Þrír fá 10.000 króna gjafabréf frá Brandson Design sem selur æfinga- og útivistarfatnað
Ég hvet þig til að skrá þig sem fyrst, vera með frá byrjun og sigra þannig verkefnið sem við stöndum öll frammi fyrir á meðan Covid-19 faraldurinn gengur yfir!
Skráðu þig hér
[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row]