Líkamsgreining er gott tól til þess að meta hvernig ástand líkamans er. Fyrir þá sem vilja sjá tölur sem sýna skýrt hvað er að gerast í líkamanum yfir tímabil er regluleg eftirfylgni lykilatriði. Þessar tölur færðu í mælingu hjá mér og þær gefa niðurstöður um eftirfarandi:
Þyngd
Fituprósentu
Fitumassa
Vöðvamassa
Grunnbrennslu
Heildarorkunotkun
Líkamsgerð –
– Endomorph, Mesomorph, eða Ectomorph
Gripstyrksmæling
Liðleikapróf
Hreyfanleikapróf
Þolpróf
Styrkleikapróf
Höfuðstaða
Hryggjarstaða
Farið er yfir hvað tölurnar þýða, hvað æskilegt væri að vinna í og hver skrefin ættu að vera.
Verð: 9.900 kr (Þessar mælingar eru framkvæmdar hjá einstaklingum sem sækja einkaþjálfun)
Fit 3d líkamsskanni
Líkamsskanni sem tekur 1200 infrarauðar myndir á mínútu
Veitir heildræna mælingu á líkamssamsetningu
Gefur innsýn inn í lykilmælikvarða um heilsu og heilbrigði.
Skanninn virkar þannig að viðkomandi stendur uppréttur og á meðan tekur skanninn 1200 infrarauðar ljósmyndir af líkamanum, án geislunar, og myndar að endingu nokkurskonar 3D „avatar“, sem hægt er að nota til þess að greina líkamann með nákvæmum hætti.
Meðal helstu mælinga sem vélin útvegar er meðal annars líkamsstaða og líkamssamsetning. Þannig mælir tækið:
Líkamsstöðu
Ummál líkamans, frá toppi til táar
Jafnvægi og líkamsbeitingu
Fituprósentu
Hlutfall vöðva, beina og líffæra af líkamsþyngd
Rannsóknir sýna að einn stærsti þátturinn í lífsgæðum þegar við eldumst er gæði og styrkur vöðva og hlutfall þeirra af líkamsþyngd. Þegar við eldumst er hætt við að styrkur og hlutfall vöðva fari minnkandi og því getur verið gott að skoða þessa mælikvarða, með tilliti til heilsu viðkomandi sem og til þess að spá um mögulega sjúkdómda á borð við hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki o.fl.
Farið er yfir hvað mælingar sýna og hvað heppilegt er að vinna með.
Verð 15.900 kr
Tímapantanir berist á netfangið [email protected] eða í síma 7730111