Þó að bæði teygjur og bandvefslosun (myofascial release) með boltum og rúllum geti aukið hreyfigetu og minnkað vöðvaspennu, þá virka þessar aðferðir á mismunandi hátt og hafa ólík áhrif, ástæðan fyrir þessari færslu er vegna misskilning sem ég hef orðið áskynja lengi og ætla fjalla um aðeins hér
Ef við byrjum á því að skoða hvað bandvefslosun með boltum og rúllum gerir þá er bandvefurinn þétt hlýfðarslykja sem umlykur vökva sinar og liðbönd. Þegar hann verður stífur og myndar samgróninga veldur það stífleika og hreyfigeta minnkar.
En hvað gerir þessi bandveflosun?
-Losar upp hnúta (trigger punkta) og samgróninga í bandvefnum
-Eykur blóðflæði og næringu til vöðva og bandvefs
-Dregur úr stífleika
-Eykur skynjun og virkni í vöðvum, og vegna þess getur þetta verið hluti af upphitu
Þrýstingurinn sem er beitt af rúllum og boltum á ákveðin afmörkuð svæði við halda þrýstingi sem brýtur upp samgróningana í bandvefnum og eykur þar af leiðandi blóðflæði.
En hvað gera teygjurnar annað en rúllur og boltar?
Teygjur vinna fyrst og fremst á vöðvum og sinum, frekar en bandvefnum sjálfum þó þær gerir það líka að vissu upp að vissu marki.
-Lengja vöðva og auka liðleika með því að slaka á GTO e. golgi tendon organs sem gefur merki um vöðvaspennu og minnkar þannig vöðvaspennu eftir álag
-Bæta hreyfigetu í liðum
-Virkja langvarandi vöðvaslökun og geta unnið að hraðari endurheimt
Til eru nokkrar mismunandi tegundir teygja eins og:
-Hreyfiteygjur e. Dynamic stretches
-Stöðuteygjur e. Static stretches
-Virkar teygjur e. Active stretching
-Ytri teygja e. Passive stretching
-PNF teygjur e. Proprioceptive neuromuscular facilitation
-Fjaðrandi teygjur e. Ballistic stretching
-Yin teygjur e. Yin stretching
-Pin point teygjur e. Pin point stretches
Ættir þú að nota hvortveggja?
Já, til dæmis með þessari nálgun:
– Notaðu rúllu eða nuddbolta til að losa um bandvef og trigger punkta
– Gerðu síðan teygjur til að slaka á vöðvum og bæta hreyfigetu með að losa liði
Þannig að bandveflosunin getur hjálpað til við að minnka stífleika í bandvefnum svo teygjan verði áhrifaríkari