Skip to content Skip to sidebar Skip to footer

Langvarandi sársauki. Áhrif og meðhöndlun

Langvarandi sársauki
Ef skoðaðar eru tölur um tíðni og eðli verkja meðal Íslendinga má gera ráð fyrir því að 35% þjóðarinnar hafi upplifað langvarandi verki, sem er skilgreint á þá vegu að verkirnir hafi stafað yfir í 3 mánuði eða lengur. Samkvæmt rannsókn sem birt var í Læknablaðinu fyrir 4 árum síðan kom í ljós að langvarandi verkir voru algengari meðal kvenna og og eldra fólks.

Langvinnir verkir koma oftast fram í vöðvum, beinabyggingu og út frá liðum. Dæmi um langvarandi verki eru svokallaðir ósértækir verkir í háls og baki, en skilgreining á ósértækjum verkjum er sú að engin augljós orsök eða undirliggjandi sjúkleiki er sjáanlegur. Þessi tegund verkja getur þó verið tengd þátta eins og álags, misræmi í líkamsstöðu og beytingu, vegna stress eða annara líkamlegra og andlegra þátta.

Langvarandi sársauki er ósýnilegur og er engin ímyndun heldur.
Langvarandi sársauki er auðvitað líkamlega erfiður og ekki heldur sálrænt. Einstaklingur með langvarandi verki finnur oftar en ekki fyrir miklum vanmætti gagnvart ástandinu sem hann á í. Þetta getur verið félagslega lamandi og þetta þar sem fólk kann að draga sig til hlés sem leiðir af sér tómleika og kvíða, vegna þess að verkir kunna ekki að vera sjáanlegir, einstaklingurinn talar heldur ekki um hann vegna þess að hann vill ekki vera kvartandi aðilinn og segir við sig í sífellu kannski að hætta þessu væli og harka af sér sem er augljóslega EKKI meðhöndlunin sem er vænleg til árangurs.

Þessi sársauki sem verkurinn veldur er í stuttu máli skilaboð frá líkamanum að við ættum að fara varlega, það er varnarviðbragð líkamans að upplifa sársauka og þess vegna kunnum við að upplifa ótta og óöryggi þegar verkur er.

Í líkamanum eru milljarðar af nemum sem skrá allt sem hefur áhrif á líkamann innan frá og utan. Þetta getur verið frá loftþrýstingi, snertingu, hitastigi, titringi og tilfinningum og margt fleira. Þessar upplýsingar eru sendar til miðtaugakerfisins/hryggjarins (mænunnar) og þaðan upp til heila sem túlkar þessar upplýsingar á örskotstundu. Þaðan eru viðbrögð á sama augabragði sendar út til svæða í líkamanum sem eiga við hverju sinni. Þar getur verið átt við ýmsa gigt, settaugaaverkja eða afleiðingar slys/áverka.

Langvarandi verkir og hryggurinn
Hryggurinn er gerður úr 33 beinum byggja upp hryggjarsúluna okkar sem skipt er í háls, brjósthrygg, mjóhrygg og spjaldbein. Inni í hryggnum liggur mænan, sem nær frá litla heila til spjaldbeins. Í mænunni eru milljarðar taugaþráða sem koma útundan þessara 33 hryggjaliða sem stjórna gríðarlega miklu í líkamanum. Meðal annars eru þarna nociceptorar eða skyntaugar eða skynnemar sem nema verki. Þegar þessir nemar verða fyrir áreiti eins og t.d. hita, þrýstingi eða efnaáreiti senda þeir boð aftur til baka til höfuðstöðvanna (heilans).

Efnasambönd verkja
Til þess að halda áfram með þetta flókna en áhugaverða fyrirbrigði sem verkir eru þá eru ákveðin efnasambönd sem virkjast, miðla og viðhalda þegar verkur er myndaður út frá því sem hefur komið fram hér að ofan meðal annars.

Þessi efnasambönd eru:

1. Prostaglandins: Þessi efni eru bólgumiðlandi og losna við þegar vefjaáverki verður eða sýkingar myndast. Þannig auka auka þau viðkvæmni fyrir sársaukataugar og búa til bólgur til þess að verja það svæði sem við á. (Bólga er vernandi viðbragð líkamans en veldur verkjum á sama tíma)
2. Histamíne: Losnar þegar bólga myndast og veldur roða og kláða og hefur áhrif á sársaukataugar.
3. Bradykinin: Er peptíð sem myndast við áverka og hefur mikil áhrif á sársaukataugar og hefur þau áhrif að snerting á tiltekið svæði verður mjög áþreyfanleg og sár.
4. Serotonin: Serotónin er taugaboðefni sem er tengt vellíðan, en það kemur að verkjamyndun einnig. Það gerir verkjaboð sterkari þegar það á við vegna þess að það hefur áhrif á viðtaka sem auka við verkjaboð (5-HT2) (5-HT3)
5. Supstance P: Er taugaboðefni sem berst til mænu og miðlar sársaukaboðum til heilans sem tekur svo við sömu boðum frá heila.

Hvað segir þetta einstaklingnum og lesandanum? Hugsanlega varla fátt en þetta hefur upplýst einhverja myndi ég halda

Svo spurningin er hvaða meðhöndlun virkar?

Er það Osteopatía, Kírópraktík eða Sjúkraþjálfun?

Allir þessir meðferðaaðilar hafa það að leiðarljósi að bæta líðan einstaklingsins með stundum svipuðum aðferðum og stundum mjög ólíkum, sem eru þó allar ætlaðar til sömu niðurstöðu!

Það sem skiptir mestu máli í upphafi meðferðar að einstaklingur sem sækir meðferð upplifi öryggi og meðferðaaðili hvort sem það er osteopati, kírópraktor eða sjúkraþjálfari skilgreini og upplýsi og útskýri fyrir einstaklingnum hvað ætlast er til með meðferðina sem er hugsuð út frá greiningu eða því sem á við. Ekki ólíkt því hvað þarf að gera til þess að léttast eða byggja upp vöðva eða annað þegar m´tt er til einkaþjálfara sem dæmi.  

Þannig að spurningum eins og:
Hvers vegna
Af hverju og
Hvernig…

Sé svarað eins og best er kosið ef kostur er á. Það eru hlutir sem mynda öryggi hjá einstakling sem sækir meðferð í fyrsta sinn, sem og í þjálfun…

Mannlegi þátturinn er nefnilega mjög vanmetinn hlutur en mjög mikilvægur í líkamlegri meðhöndlun og auðvitað í andlegri einnig.

Allir þessir fagaðilar hafa í grunninn sömu menntun um virkni stoðkerfisins þó áherslur séu mismunandi, þó er markmið þessara aðila alltaf það sama, það er að hjálpa einstaklingum með sín vandamál.

Það sem ég hef séð þá er það skoðun mín þó ég sé að læra Osteopata þá er ég sannfærður um að stærsti áhrifaþátturinn í bata einstaklings á stoðkerfisverkjum sínum sé fólginn í trú á að það form sem hann sé að vinna með virki og ekki síður með hverjum honum líður best hjá hvort sem það er Osteopati, Kírópraktor eða Sjúkraþjálfari.

Það sem virkar, virkar einfaldlega. Þá ætti ekki að breyta því nema tími sé kominn á annað. 

Til eru nefnilega leiðir sem eru sannreyndar og ekki þarf að finna upp hjólið heldur. Heldur þarf að finna samræmingu þar sem einstaklingur vinnur vinnu sem er stuðluð að árangri fyrir tilstuðlan meðhöndlunnar sem bendir augljóslega í rétta átt.

Leave a comment

0.0/5

Póstlisti

Please wait...

Takk fyrir skráninguna, heyrumst!

© Allur réttur áskilinn Líkami.is 2024.