ÞÚ ÁTT EINN LÍKAMA
Einkaþjálfun og meðhöndlun
Ég legg áherslu á að veita faglega persónulega nálgun í átt að markmiðum hvers og eins. Tvennt sem spilar stórt hlutverk í þessu eru einkaþjálfun og osteopatía, en ég er 3 árs nemi í osteopatíu. Þó þetta tvennt sé ólíkt í eðli sínu, þá vinna þær fullkomlega saman til að hjálpa þér að ná betri heilsu og hámarka líkamlega virkni.
Einkaþjálfun
Er fullkomnlega sérsniðin þjálfun sem miðar að því að hjálpa þér að ná þínum markmiðum útfrá æfingum, hreyfifærni, mataræði og markmiðasetningu, hvort sem þau snúa að árangursríku fitutapi, auknum styrk, teknískri hlið eða almennri vellíðan. Með persónulegri leiðsögn, einstaklingsmiðaðri æfingaáætlun og reglulegri eftirfylgni tryggi að þú haldir réttum takti og náir árangri.
Osteopatía
Osteópatía er heimspeki er varðar heilsu. Heimspeki þessi tekur mið af því að einstaklingur við góða heilsu geti aðlagað sig að mismunandi álagi og viðhaldið jafnvægi sínu og virkni. Samt sem áður er styrkur hans til að aðlagst áföllum ekki ótakmarkaður og upp geta komið atvik sem líkaminn getur ekki leiðrétt án utanaðkomandi hjálpar. Í þessum tilvikum getur osteópati hjálpað þér. Osteópatar greina og meðhöndla stoðkerfavandamál sem geta skert heilsu og vellíðan.
Osteópatía er vel þekkt fyrir virkni sína gegn verkjum í stoðkerfi, en er einnig gagnleg við fjölda mismunandi einkenna og vandamála í ungabörnum, krökkum og fullorðnum. Osteópatar líta svo á að hvert vandamál sem fólk kemur með sé einstakt og þurfi því að meta hvert vandamál fyrir sig. Með því að nota þrautþjálfað snertiskyn sitt leita þeir upp svæði sem orsaka vandamál. Með því að nota nærgætnar teygjur og liðkanir, sem og að losa um liðamót, vinnur osteópatinn að því að skapa umhverfi í líkamanum sem ýtir undir að líkaminn lækni sig sjálfur.
Meðhöndlunin samanstendur yfirleitt af almennum vöðva- og bandvefsslakandi aðferðum og nákvæmum losunum á liðamót og mjúkvefi (vöðva, sinar og liðbönd). Einnig eru gjarnan gefin ráð um hvað skjólstæðingur getur gert til að hjálpa sér sjálfur. Osteópatía er 4-5 ára háskólanám sem felst í að greina og meðhöndla stoðkerfavandamál. Osteópatía getur hjálpað með flest þau vandamál sem stafa frá stoðkerfi líkamans, hvort sem um er að ræða langtíma- eða bráðavandamál.
Hvernig vinnur þetta saman
Samspil einkaþjálfunar og osteopatíu getur er afar árangursríkt. Osteopatía hjálpar til við að leiðrétta og bæta líkamsstöðu, losa um spennu og takmarkanir í hreyfingu. Þetta undirbýr líkamann fyrir rétta hreyfingu og dregur úr líkum á meiðslum. Einkaþjálfunin hins vegar vinnur með æfingar, mataræði og lífsstílinn.
Fyrir hverja er þetta
Hvort sem þú ert íþróttamaður sem vill hámarka frammistöðu þína eða ert einstaklingur í kyrrstöðuvinnu eða með stoðkerfisvanda og vilt komast af stað þá er þetta tilvalið!
Með því að sameina einkaþjálfun og osteopatíu færð þú heildstæðan stuðning við bæði líkamlega og andlega vellíðan og ég kappkosta að þú náir mestum ávinningi að bættri heilsu.
Það er aldrei of seint að byrja!
Ert þú tilbúin/n að taka skref í átt að auknum styrk og meiri vellíðan?
BLOGG OG SKOÐANIR
Um Bjödda
Bjöddi, eða Björn Þór, er einn af reyndustu einkaþjálfurum landsins með áratuga reynslu í þjálfun. Hann hefur unnið með fjölbreyttum hópi viðskiptavina, allt frá byrjendum í líkamsrækt til fitness keppenda og innlendra jafnt sem erlendra atvinnumanna í ýmsum íþróttagreinum, hann leggur áherslu á persónulega nálgun gagnvart öllum sem tekur mið af þörfum og markmiðum hvers og eins.
Bjöddi er þekktur fyrir víðtæka þekkingu á þjálfun, næringu,lífsstílsbreytingum og skölun æfinga. Hann nýtir sér nýjustu rannsóknir og aðferðir til að hjálpa viðskiptavinum sínum að ná sínum besta árangri, hvort sem það snýst um að bæta heilsuna, auka styrk eða hámarka frammistöðu.