Lokun líkamsræktastöðva – taka tvö!

Hæ öll sem eitt!

Aftur stöndum við frammi fyrir því að líkamsræktarstöðvum er lokað og ég væri að segja ósatt ef ég viðurkenndi ekki fyrir ykkur að þetta er hrikalega svekkjandi. Ekki bara fyrir mig, heldur ekki síst ykkur, sem leggið ykkur hart fram við að sinna heilsunni ykkar, bæði líkamlegri og andlegri. En við öxlum ábyrgð og látum okkur annt um heilsu og vegferð annarra og hlýðum Víði eins og fyrr. Við höldum áfram að passa okkur sjálf og það skilar sér svo á góðan hátt út í samfélagið.

Við ætlum hins vegar hvorki að láta þetta slá okkur út af laginu, né láta þennan smáveigis öldugang verða til þess að við leggjum árar í bát. Þess í stað er full ástæða til þess að velta fyrir sér hvað hægt er að gera upp á eigin spýtur, við höfum reynsluna af þessu síðan í mars .

Ég legg til að þið ákveðið strax hvað þið ætlið að gera til að halda í formið sem þið hafið lagt hart á ykkur til að komast í. Munum að vöðvarnir þurfa örvun til að halda sér við og þótt talað sé um „vöðvaminni“ þá er ástæðulaust að gefa þeim frið. Við eigum öll skilið að líða vel og að rækta líkamann er risastór partur af því, við erum 100% ábyrg fyrir okkur sjálf, gleymum því ekki.

Hér eru tillögur um það sem hægt er að gera:

Í kringum höfuðborgarsvæðið eru skemmtileg fjöll og fell og um að gera að nota tækifærið áður en það kólnar meira og enn er greiðfært. Þessi hafa mikið aðdráttarafl og eru viðráðanleg.

Helgafell í Hafnarfirði
Úlfarsfell
Gamla góða Esjan
Svo erum margir sem eiga lóð, teygjur og græjur heima sem frábært væri að dusta rykið af og planta sér í skúrinn eða á gamla góða stofugólfið og hefjast handa. Ég kem til með að koma með hugmyndir að æfingum til að fá hugmyndir með reglubundnum hætti á meðan lokanir á stöðvunum varir.

Það eru lítil takmörk fyrir því hvað við getum gert með líkamanum, við getum aukið færni hans og aukið heilsu okkar, það þurfa ekki að vera margar æfingar, virkja helstu vöðvahópa og halda sér við. Sinna aukinni daglegri hreyfingu, styrktarþjálfun með lóðum, teygjum og boltum og huga að teygjum. Þetta hjálpar okkur á allann hátt að komast í gegnum þennan skafl. Þeir sem ákveða að gera meira er nægilegt framboð af góðum þjálfurum sem eru reiðubúnir að aðstoða eftir bestu getu.

Höldum áfram og pössum hvert annað!

Print Friendly, PDF & Email

We are using cookies on our website

Please confirm, if you accept our tracking cookies. You can also decline the tracking, so you can continue to visit our website without any data sent to third party services.