Mín skoðun : Næring

Hvort sem einstaklingar eru að horfa í mataræði til þess að brenna
fitu eða leggja upp með það að þyngja sig og bæta á sig vöðvamassa
þá tel ég persónulega ákjósanlegast að setja upp mataræði á
einfaldan hátt í stað þess að vera að flækja hlutina of mikið. Það sem
ruglar marga eru mismunandi nálganir sem áhrifavaldar og
samfélagsumræða segir að við eigum að gera til að ná fram auknum
árangri og heilsulæsi.
Þetta kannski kann að trufla einhverja þegar ég segi þetta. Að
nálgast mataræði sem hefur nafn eins og Ketó, lkl, föstur, carb back
loading, carnivore eða paleo er ekki endilega besta leiðin eins og
okkur er oft sagt.

Hvers vegna?
Ég er ekki að segja að nokkuð af þessu sé endilega slæmt, þvert á
móti. Mín reynsla sýnir mér a.m.k. í meirihluta að þetta gerir hlutina
flókna og allt ofantalið heldur úti afurðum sem eru ekki “leyfilegar”
þar af leiðandi á einhverjum tímapunkti verður það ekki
samræmanlegt fyrir mismunandi aðstæðna fólks í daglegu lífi og
einhverjur upplifa boð og bönn heilkennið og skapa þar af leiðandi
ekki sérstaklega gott samband við mat og læra þar af leiðandi síður
á næringu.

Takmarkandi inntaka yfir langan tíma er ekki góð. Meiri og
skipulögð orkuinntaka úr öllum orkugjöfum viðheldur betri
sveigjanleika efnaskipta sem er nauðsynleg fyrir okkur. Að vera
sífellt á milli nálganna þar sem við missum 6 kg á LKL en hætta
vegna þess að það samræmist ekki lífinu og þyngjast svo aftur um 8
og byrja aftur á LKL eða Ketó dregur úr líkum á því sem kallast að
vera efnaskipta fjölhæf/ur (e.Metabolic flexibility) og er það ástand
sem er að mínu mati rosalega verðmætt. Að vera efnaskipta
fjölhæf/ur er náttúruleg geta líkamans til þess að geta notað þá
orkugjafa sem inn koma hvort sem það eru kolvetni eða fita. Þetta er
eins og hybrid bíll, hann skiptir á milli rafmagns og olíugjafa eftir því
sem við á.

Það að vera efnaskipta fjölhæf/ur og það að geta borðað alla
orkugjafa og notað þá dregur úr líkum á næringaefnaskorti eins
og t.a.m. nauðsynlegra stein og snefilefna og dregur úr líkum á
niðurbroti úr virkum vef eins og vöðvum og beinum ef einstaklingar
eru undir andlegu og líkamlegu álagi.
Eftirtaldir þættir skipta máli og hægt að horfa á sem nokkurskonar
beinagrind án þess að fylgja endilega strúktúr sem bannar þér
beinlínis að taka inn fæðuflokk (Sá fæðuflokkur sem þú ættir að
varast er sá sem þú e.t.v. hefur ofnæmi, óþol fyrir eða beinlínis fer
illa í þig)

1. Í 80% tilfella verndaðu þig frá mikið unninni fæðu. Ef þú horfir
á mat sem er tilbúinn til hitunnar og matur sem er eldaður fyrir
þig er skilgreind sem unnin fæða, sömuleiðis skaltu nota
tilfinningagreind þína og horfa á matinn og reyna greina hversu
langt sá matur er kominn frá uppruna sínum, því lengra og
meira sem hefur verið unnið með hráefnið því meira er fæðan
unnin. Fæða eins og fiskur, hvíta og rauða kjötið,grænmeti,
náttúruleg krydd, ávextir, hnetur, kartöflur, grjón og feitar
mjólkurafurðir eins og ostavörur eru dæmi um það sem felst í
þessum 80%. Ef þetta nokkurnvegin helst er erfitt til lengri tíma
að mistakast í þessum efnum! En ekki ofmeta þessi 20% samt
2. Prótein inntaka er einn nauðsynlegasti þátturinn sem við
þurfum að horfa til ef við ætlum að skipuleggja næringu, hver
einasta fruma líkama okkar er byggð upp af amminósýrum og
þær eru uppbyggingarefni próteina. Í vestrænu mataræði er
próteininntaka að meðaltali 20% af heildarinntöku og er það
einfaldlega of lítið og hugsanlega ein orsakana fyrir því sem er
að eiga sér stað á vesturlöndum. Heildar próteininntaka ætti
ekki að vera undir 30% og helst mun hærri eða 35% af
heildarinntöku hjá einstaklingum sem eru líkamlega virkir og
undir álagi.
3. Skoðaðu og bókhaldaðu orkuinntöku þína til að sjá hvernig hún
myndast eins og hún er undir eðlilegum kringumstæðum hjá þér
og skoðaðu hvort þú sért annarsvegar að fylla
grunnorkuþörf eða hinsvegar einfaldlega borða of mikið.
Að þessu sögðu þá vitum við mikilvægi góðrar hreyfingar og
styrktarþjálfunar sem er grunnforsenda þess að geta notað orku með
tilliti til þess að vera takandi inn fleiri lítra af súrefni sem er okkar
mikilvægasti orkugjafi og sú staðreynd að styrktarþjálfun örvar
frumur í vöðvum (sem eru frekustu frumur líkamans) sjá til þess að
þær verða betur hæfar til þess að geyma sykrur úr blóðinu sem við
svo komum til þess að nota sem orkugjafa.
Að þessu sögðu: Aldrei í mannkynssögunni hefur verið jafnmikið
framboð af allskyns nálgunum tengdri næringu og sölumenn
bætiefna hafa aldrei verið kræfari og velta bætiefnaiðnaður
vesturlanda er í bókstaflegum veldisvexti. En á sama tíma hefur
efnaskiptaheilsa og holdafar vestrænna þjóða aldrei verið jafnslæm í
sögulegu samhengi. Í þessu er mikil mótsögn og ætti að gefa okkur
þá vitneskju að stök bætiefni og restrict nálganir eru ekki lausn
nokkurs vanda sem steðjar að. Þetta eru verkfæri og hækjur sem
stuðst er við og lítið annað.

We are using cookies on our website

Please confirm, if you accept our tracking cookies. You can also decline the tracking, so you can continue to visit our website without any data sent to third party services.