Viðeigandi mataræði

Til þess að við höldum okkur við efnið og eigum í heilbrigðu sambandi við mat þá eru hér nokkur atriði sem ég hef tekið saman sem gott er að hafa til hliðsjónar þegar við ætlum að koma okkur á rétta braut á nýjan leik, ég hef orðið þess áskynja að víða er regla og rútína í mataræðinu farin til verri vegar í ljósi ástandsins sem ríkir vegna Covid 19.

Fylgstu með því hversu mikið þú borðar. Með því að halda matardagbók og skrá það sem þú borðar verður til þess að þú verður betur meðvitaðri um matinn sem þú ert að borða, það gefur þér skýrari sýn á orkuefnin og hitaeiningarnar.

Gerðu litlar breytingar þegar þú ert að vinda ofan af ósiðum, það gerist ekki á einum degi og gott að átta sig á því. Þetta er gert til þess að þú getir haldið þig við það sem þú ert að byrja á, svo það gangi betur til lengri tíma. Með því að draga úr öllu á einu bretti mun líklega verða til þess að þú endar í sama farinu með því að borða of mikið og óviðeigandi mat.

Hafðu í huga hvenær, hvað og hvar þú ætlar að borða eða vertu viss um að þú vitir fyrirfram hvað þú ert að fara borða og hvenær. Gefðu þér tíma til þess að borða. Það tekur 20 mín fyrir magann að senda öll þau skilaboð til heilans að þú sért mettur og einbeittu þér því að matnum á meðan þú borðar, tyggðu rólega, veltu fyrir þér áferð matarins og ilm matarins sem þú ert að borða. ÞVí ef þú notar skynfærin getur það aukið löngun þína í ferskari og hollari mat og hjálpar þér að brjóta upp þá streitu sem ef til vill tengist mat.

Geymdu hitaeiningarríka fæðu utan sjónmáls. Ef þú t.d. ert með við hendina snakk, páskaegg eða slíkt þá muntu að öllum líkindum borða það. Slíkt er mjög hitaeiningarríkt en mettar þig alls ekki vegna þess að þetta er hitaeiningar sem ekki gefa þér nægilega góða næringu, mikið unnar tegundir sem innihalda mikið magn sykurs.
Settu í augsýn fæðutegundir sem þér finnast góðar en eru hollar og innihaldsríkar af næringu, svo sem próteini, trefjum, vítamínum og steinefnum.

Ekki refsa sjálfum þér ef/þegar þú borðar of mikið eða borðar óvandaða fæðu. Það er ekki hvetjandi leið til þess að komast á rétta braut. Umhyggja fyrir sjálfum sér er mun árangursríkari leið til að takast á við áskoranir lífsins en að refsa sjálfum sér fyrir það sem miður fer.

We are using cookies on our website

Please confirm, if you accept our tracking cookies. You can also decline the tracking, so you can continue to visit our website without any data sent to third party services.