Brjósklos

Bakmeiðsli er tíð og flest okkar upplifa einhverskonar bakmeiðsli einhverntíman á lífsleiðinni, sem betur fer er meirihluti þessara meiðsla tiltölulega meinlaus. En aðrir fá það sem er kallað brjósklos. 

Hryggjarsúlan er samansett úr 26 mismunandi hryggjarliðum og eru þeir tengdir saman af brjóskþófum eða hryggþófum. Þessir þættir raðast upp í súlu sem umlykur mænuna og styður við efri hluta líkamans. Brjóskþófarnir sem tengja saman hryggjarliðina eru samsettir úr bandvefshring sem liggur umhverfis hlaupkenndan kjarna sem er mjög teygjanlegur og hlaupkenndur til að tryggja hreyfigetu hryggjarliðanna sem er nauðsynleg fyrir athafnir daglegs lífs ef svo má segja. Þessir þófar eru líka hugsaðir sem nokkurskonar demparar til að verja hrygginn fyrir þeim hreyfingum sem verða þegar við t.a.m. göngum. Svo á milli hryggjarliðanna ganga út taugar frá mænunni sem gera t.d. vöðvum okkar fært að hreyfast, taugar sem gefa okkur fært að skynja t.a.m. hita, snertingu eða sársauka frá húðsvæðum og líffærum. 

Þegar brjósklos verður er þegar  á sér stað þegar hlaiupkenndi kjarninn í þófunum þrýstir á bandvefskringluna sem veldur því að kringlan bungast út eða rifnar og þrýstir þar , sem liggja milli hryggjarliðanna, þrýstir á bandvefshringinn og veldur því að hann bungar út eða rifnar og þrýstir þar á taugar. 

Brjósklos sem verður neðarlega á hryggjarsúlunni veldur verk neðarlega í baki sem leiðir oft niður fótinn, skyntruflanir á þeim fæti verða oft og máttleysi vöðva meiriháttar ef þrýstingur er mikill.  Ef brjóskloas á sér stað ofan við Thoracic svæði eða ofan við rifbeinaklasa eins og í hálsi leiðir verkurinn út í hendurnar með tilheyrandi máttleysi, skyntruflunum og verkjum.  

Stundum er það þannig að engin ein þekkt ástæða kann að vera fyrir því að brjósklos verður, en saga hvers einstaklings gefur skýrasta mynd fremur en einhver fyrirfram forskrift. 

Þær forvarnir sem við hugum að eru meðal annars til að halda hryggjarsvæði heilbrigðu: 
* Styrkja vöðva í baki og tryggja hreyfanleika og liðleika þeirra. Þannig hlúum við að eðlilegu blóðflæði og styðjum við “mýkt” svæðisins. 
* Sofa í góðu rúmi og sofa vel
* Varna því að vera í of einhæfri stellingu yfir of langan tíma og ef einkenni fara að gera við sig vart þá er betra að gangast við þeim, þau þurfa ekki endilega að þýða að brjósklos kunni að vera í uppsiglingu. Kannski þurfum við að teygja bara betur til að losa einkenni eða styrkja (oftar en ekki bara það). Það oft losar um fjötra sem einhæft síendurtekið álag stundum veldur.
* Búa yfir ró, figth and figth response sem sympatíska taugakerfið veldur getur yfir tíma gert okkur óleik með tilliti til stoðkerfisheilsu. 

Ég ákvað að senda þetta út á ykkur þar sem ég tel það part af náminu að miðla því sem ég er að læra betur sjálfur, því ég lýt á það þannig að ég læri betur á þann veg. 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

We are using cookies on our website

Please confirm, if you accept our tracking cookies. You can also decline the tracking, so you can continue to visit our website without any data sent to third party services.