Skip to content Skip to sidebar Skip to footer

sNaflaskoðun, kjörið tækifæri

Bjórvömb, björgunarhringur, ástarhöldur. Björgunarhringur af þessari gerð er ekki að fara að bjarga þér neitt, heldur þvert á móti þá vinnur fitusöfnun á þessum stöðum beinlínis á móti þér.
Mörgum reynist erfitt að losna við vömb, hring og höldur og kviðfitan beinlínist þvælist fyrir fólki sem á miklu betra skilið! Einhverjir hamast í kviðæfingum í þeirri von um að losna undan fitunni hvimleiðu sem kallar hægt og hljótt á auka gati á beltið. Hundruðir kviðæfinga á dag breyta engu, beltið kemst ekki undan stríðinu við kviðfituna.
En hvað, er þá eitthvað hægt að gera? Er þetta ekki tapað stríð? Svarið við þessari spurningu er nei. Stríðinu er ekki tapað og mikilvægt vopn er að skilja að þessi fita er ólík fitu annars staðar á líkamanum. Ástæðan fyrir því að þessi tiltekna fita sest gjarnan á maga, mjaðmir, læri og brjóst er ákveðið hormón. Nú kunna einhverjir að gefast upp því á að lesa lengra og telja þetta allt of flókið. Haltu endilega áfram að lesa því þetta er langt frá því að vera flókið!

Snjóboltaáhrifin
Hormón hafa sem sagt mikil áhrif á kviðfitu og við ætlum að vera snjöll, sjá við þeim og fá þau til að vinna okkur í hag. Í þessu tilviki fær estrógen að eiga sviðið og við ætlum að skoða hvernig samspil þess við önnur tvö hormón hafa áhrif á kviðfituna. Haltu endilega áfram að lesa!
Hin hormónin tvö eru testesterón hjá körlum og prógestrón hjá konum. Ef jafnvægi og samspil þessara hormóna annars vegar og estrógens hins vegar er ekki eins og best verður á kosið, þá fara þau að vinna okkur í óhag. Ókostirnir eru aukin söfnun kviðfitu, hjartasjúkdómar og sykursýki, svo eitthvað sé nefnt. Aukning á estrógeni stækkar fitufrumurnar okkar, fituvefurinn eykst og kallar á enn meiri estrógenframleiðslu. Svokölluð snjóboltaáhrif eiga því býsna vel við í þessu samhengi.
Góðar fréttir og ekki svo góðar
Nokkrir þættir stuðla að óheppilegu samspili á milli þessara hormóna og valda því að estrógen fær stærra pláss en það ætti að fá. Þar spilar aldur inn í. Því eldri sem við verðum því minna framleiðum við af prógestróni og testosteróni – estrógen fær því meira pláss og ójafnvægi skapast. En það eru fleiri þættir sem auka estrógenframleiðslu líkamans:
-Alkóhól dregur úr framleiðslu testosteróns og prógestróns og leiðinlegu fréttirnar eru þær að alkóhólið eykur estrógenframleiðslu.
-Unnin matvæli.
-Oíur sem innihalda paraben og leynast víða, til dæmis í snyrti- og neysluvörum.
-Aukin estrógenframleiðsla kallar svo á enn meira estrógen.
Víkjum aftur að „stríðinu“ og þeim vopnum eða leiðum sem við getum notað til að snúa þessari þróun við, sem er svo sannarlega hægt þótt við ráðum ekki við að aldurinn færist yfir okkur. Hér er það sem við getum gert til að stuðla að þessu góða jafnvægi:
-Hreyfing og/eða líkamsrækt þar sem þú gefur vel í æfingarnar. Þegar þú reynir vel á þig, þá eykur líkaminn framleiðslu á hormónum sem vinna á móti aukinni estrógenframleiðslu.
-Hvíld, eða með öðrum orðum bæði góður og nægur svefn. Þegar við sofum vel eru minni líkur á aukningu á stresshormóninu cortisóli. Mikið stress – aukið estrógen.
-Forðumst streitu eins og við mögulega getum.

Heimurinn allur er að upplifa skrýtna tíma og við í rauninni neydd til að horfa inn á við. Við þær aðstæður skapast tækifæri til að skoða hvað við viljum fyrir okkur sjálf, sem manneskjur. Það er mín von að í þessari naflaskoðun sjái sem flestir að við eigum það besta skilið, líkami og sál þar með talið.

Póstlisti

Please wait...

Takk fyrir skráninguna, heyrumst!

© Allur réttur áskilinn Líkami.is 2024.