Lýsing
Það er ekki alltaf búnaður og líkamsræktstöð við höndina en það þarf ekki að koma í veg fyrir að þú getir æft og vioðhaldið ferðalaginu þínu. Hér hefur þú aðgang að æfingaprógrammi sem krefst ekki nokkurs búnaðar. Þú býrð að þínum eigin líkama sem er gríðarlega öflugt æfingatól. Æfingaprógrammið inniheldur 10 mismunandi æfingar sem allar hafa staðgengilsæfingar fyrir þá sem ekki geta framkvæmt allar æfingarnar sem er að finna í planinu, svo að flestir eiga að geta framkvæmt æfingaformið sem planið inniheldur.
Rútínan er byggð upp með hreyfiflæðisæfingum sem eru hugsaðar sem upphitun, svo er gengið í æfingaplanið og hver og einn framkvæmir æfingarnar eftir því álagi sem viðráðanlegt er auk teygjuæfinga. Allar æfingar og teygjur eru skýrðar með myndböndum.
Ef þú hefur spurningu um vöruna getur þú sent fyrirspurn hér að neðan
Reviews
There are no reviews yet.