Stoicism

no title has been provided for this book
Flokkar: ,

Frá árinu 2018 hef ég verið fylgjandi því að tileinka mér stóíska hegðun. Stóísk hegðun er komin út frá stóuspeki eða stóískri heimspeki. En hvað er stóísk heimspeki spyrja þá einhverjir. 

Stóuspeki (stoics) er heimspekikerfi sem varð til í Aþenu undir lok 4. aldar f.Kr. Upphafsmaður þessa heimspekikerfis var maður að nafni Zenon frá Kítíon. Eftir að hafa numið hjá hundingjanum Kratesi, platonistanum Pólemoni og spekingunum Díodórosi Krónosi og Stilponi frá Megöru hóf hann að kenna undir súlnagöngunum Stoa Poikile í Aþenu og við þau er heimspeki hans kennd. Stóuspeki varð gríðarlega áhrifamikil og vinsæl heimspeki meðal Grikkja en ekki síður meðal Rómverja síðar meir. (Skilmerking fengin af vísindarvefur.is) 

Það var árið 2018 sem mér upplifaðist að tengjast þessari bók um stóisma og þá áttaði ég mig á þeirri grunnstoð sem stóísk heimspeki gengur út á. Hún greip mig á augabragði en hún felst í þeirri sjá að gera greinamun á þeim atburðum, hugsunum og hlutum sem við hljótum stjórn yfir og þeim sem við höfum ekki stjórn yfir og eftir að hafa gengið lengra í þessari vinnu og lestri áttaði ég mig á að að sú frábæra vinna sem eru viðhaldið er í t.a.m. AA samtökunum og Al Anon 12 spora samtökunum er uppurin út frá stóískri speki. 

Samkvæmt stóískri heimspeki er málið einfalt – það eina sem þú hefur fullkomna stjórn yfir eru viðhorf þín og frá þeim fylgja gjörðir þínar, eitthvað sem að þú hefur alltaf möguleikann á að breyta. 

Lestur þessarar bókar fékk mig til þess að hafa grundvöll til þess að lesa meira. Skilningur á tilverunni felst í því að skilja hvers vegna hlutir og atburðir birtast. 

 

1 Comment

  • likamadmin

    júlí 9, 2022 @ 6:37 e.h.

    Ahugavert!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Rate this review

We are using cookies on our website

Please confirm, if you accept our tracking cookies. You can also decline the tracking, so you can continue to visit our website without any data sent to third party services.