Skip to content Skip to sidebar Skip to footer

Syndrome X

Í lok síðustu aldar voru birtar niðurstöður úr margra ára rannsóknarvinnu sem vöktu mikla athygli. Í raun var um að ræða um tímamótarannsókn því hún varpaði ljósi á nýtt heilkenni sem í dag er kallað „Syndrome X“ eða „insulin resistant syndrome“.
Heilkennið veldur heilsufarsvandamálum sem flest lúta að versnandi blóðsykurstjórn líkamans.
Læknirinn sem stýrði rannsókninni, Dr. Jerry Reaven prófessor við Stanford Háskóla í Kaliforníu hlaut heimsfrægð fyrir að sýna fram á þetta ástand sem Syndrome X veldur. Honum var mikið í mun að fræða almenning um þessa hljóðlátu heilsufarsvá svo hann skrifaði bók sem ber heitið „Syndrome X: Overcoming the Silent Killer That Can Give You a Heart Attack“ og gefin var út árið 2000.

Syndrome X snýst um insúlínviðnám (þegar brisið getur illa og jafnvel ekki framleitt insúlín vegna ofálags) sem aftur ýtir undir of háan blóðþrýsting, of mikila insúlínframleiðslu, háu kólseteróli og aukinni kviðfitusöfnun.

Þegar við borðum, t.a.m. einföld kolvetni sem frásogast fljótt, eins og mikið unnin matvæli sem innihalda mikið af af hveiti og viðbættum sykri, þá losast mikill sykur út í blóðrásina á stuttum tíma. Brisið bregst við þessari gusu með því að framleiða insúlín, en hlutverk þess (insúlínsins) er að stýra sykrinum inn í frumurnar til þess að líkaminn geti notað þennan sykur með góðu móti.

Langvarandi sukk og hreyfingaleysi hefur þær afleiðingar að brisið þarf að erfiða meira. Brisið er undir óeðlilega miklu álagi, það þreytist og verður með tímanum „ónæmt“ fyrir gusunum vegna þreytu. Þegar brisið er orðið „þreytt og lúið“ vegna nokkurs konar ofkeyrslu verður það „ónæmara“ þá eykst þá viðnámið. Brisið missir færnina í að stýra sykrinum á rétta staði svo blóðsykurinn helst óeðlilega hár of lengi. Hár/sveiflukenndur blóðsykur er svo gjarnan undanfari áunninar sykursýki sem, er eins og við vitum, mikil heilbrigðisvá.

Það er ekki eðlilegt að brisið fái aldrei frí og sé stöðugt að rembast við að framleiða nægilega mikið insúlín til að vinna á sykrinum. Það má því segja að það komi með tímanum þreyta í getu líkamans til að framleiða insúlín. Þeir þættir sem eiga þennan mjög svo vafasama „heiður“ að þreyta brisið eru unnin matvæli, mikill sykur/kolvetni og ekki síst hreyfingarleysi. Afleiðingarnar eru sem fyrr segir aukið insúlínviðnám sem veldur gjarnan eins og áður segir, alvarlegum afleiðingum á borð við áunna sykursýki, nýrnabilun og síðast en ekki síst, hjarta og æðasjúkdóma. Það getur því verið býsna snjallt að huga að brisinu okkar og þreyta það ekki með óheilbrigðum lífsstíl.

Póstlisti

Please wait...

Takk fyrir skráninguna, heyrumst!

© Allur réttur áskilinn Líkami.is 2024.