Skip to content Skip to sidebar Skip to footer

Viljastýrða taugakerfið

Ætlaði að sofa út í dag en það endaði með því að ég er núna kominn á lappir og klukkan er 06:43 á sunnudagsmorgni. Þetta er tegund af bilun en ég læt vaða. Ég ætla fara aðeins inn á somatic exersices eða æfingar sem virkja viljastýrða taugakerfið. Sumir gætu haldið hér að ég sé kominn í óhefðbundna nálgun, en svo er ekki. Skrollaðu…. 

Hann er pínu langur. 

Somatic  er vísun í viljastýrða hluta úttaugakerfis okkar. Hlutverk viljastýrða kerfisins (somatic) er að það móttekur boð frá miðtaugakerfinu um að framkalla hreyfingar vöðvanna (þú ákveður að hreyfa höndina með hugsun og við verða þessi viðbrögð að þú hreyfir hana), í vöðvunum eru svo skyntaugafrumur sem flytja boð aftur til baka til miðtaugakerfisins (eftir því hversu þungt lóð þú tekur í hendurnar þá eru þau skilaboð send skilmerkilega um hversu mikið álag er). Svo við getum sagt að allar okkar skyntaugar mata hjá tilfinningar okkar að öllu tagi.
Það sem við heyrum, það sem við sjáum, lyktina sem við finnum og það sem við finnum koma við okkur er að mata tilfinningar og í erfðamengi okkar eru allar upplýsingar geymdar hvað við höfum upplifað í gegnum tíðina. Þegar t.a.m. er talað um áfallastreituröskun þar sem einstaklingur í raun upplifir áföll endurtekið við skynjun sem hann tengir við atburð þá hafa sálfræðingar sumir unnið með úrvinnslu minninga eða það sem kallast EMDR Therapy. EMDR stendur fyrir Eye Movement Desensitization and Reprocessins Therapy, er þessi meðferð byggð að grunni á því að endurskilgreina móttöku skyntauga við annað en atburði sem sífellt búa til sömu endurminninguna sem í daglegu tali kallast áfallastreituröskun.

Afhverju er ég að tala um þetta?
Það er mikilvægt fyrir mig sem þjálfara að einstklingar sem til mín leita líði vel í því sem það er að fast við (það er grunnforsenda þess að vilji sé til staðar svo árangur náist). Það er alls ekki sjálfgefið að einstaklingi líði vel innan veggja líkamsræktarstöðva vegna þeirra minninga sem upp hafa safnast vegna þess að þessum einstakling hefur fundist hann hafa mistekist að gera það sem hann hefur langað til þess að gera trekk í trekk (margir upplifa sig þannig) og ætla ég ekki að ásaka nokkurn fyrir sýnar upplifanir, þær eru eins og þær eru og það eru alltaf til lausnir. 

En ég ætla fá að segja frá sögu sem getur og má skilgreinast sem góð birtingarmynd af þessu.
Það var 26 október síðastliðinn sem ég var að með kúnna hjá mér í tíma og til allrar blessunar var hann með símann á sér í tímanum. “Þetta er spítalinn, ég verð að svara” sagði hann og á línmunni var læknir á landsspítalanum sem var að tilkynna kúnnanum mínum frá því að það hefði fundist líffæri og hann væri að fara með sjúkraflugi til Gautaborgar morguninn eftir þar sem nýtt nýra biði hans. Þetta var mjög súrealísk stund þar sem korter var liðið af tímanum og vikuna áður hafði ég heimsótt sama sjúkrahús með skólanum, það sem eftir leið af tímanum var varið í sófanum í spjall sem var virkilega tilfinningalegaþrungið.  

Þessi einstaklingur sem var með nýrnabilun á lokastigi hafði náð þeim áfanga að léttast það mikið að hann fékk bættar niðurstöður rannsókna sem urðu til þess að lokum að hægt var að finna fyrir hann nýra, þessi sami einstaklingur hafði svo miklar áhyggjur af því að geta ekki borðað mikið prótein vegna sjúkdómssins. Það var ekki ekki það eina sem hann þurfti að passa sig á heldur mátti helst ekki koma fosfór inn fyrir hans varir og fosfór er mjög ríkulegt í helstu matvælum sem eru hvað aðgengilegust fyrir okkur frá degi til dags svo þarna voru skerðingar og var þetta virkilega krefjandi verkefni en þau verða alltaf auðveldari í framkvæmd ef vilji er hjá einstaklingnum. Ef viljinn er ekki, þá er þetta barátta, en þarna koma var svo sannarlega vilji. 

Ég hef sem betur fer fengið að upplifa margar sætar minningar með fólki en í seinni tíð er þetta örugglega sú hjartnæmasta,  því ég fékk svo skilaboð frá kúnnanum sem sagði mér að aðgerðin hefði heppnast vel og horfir allt öðrum augum á líkamsrækt núna en áður þar sem hlutir höfðu farið forgörðum. Ég tileinka þessum tiltekna einstakling allan heiður að þessu.

Hvers vegna?  Þessi einstaklingur sem hafði aldrei áður stigið inn á líkamsræktarstöð með reglubundnum hætti vegna biturrar reynslu af því sem hafði orðið áður fyrr. 

Einstaklingurinn yfirsteig t.a.m. gamla óþreyju, óþolinmæði, kvíða yfir því sem hann mátti ekki borða með þeim verkfærum sem kallast á íslensku æðruleysi. Það er að þú gerir það sem þú getur gert og sleppir tökunum af öðru. Það hefur gríðarlegan mátt. 

Til þess að skilgreina enn og aftur ferilinn. Þegar þér lýður vel og ert orkumikil/l gerðu þá það sem þú ert að gera og gefðu allt sem þú átt, þegar þú ert að fara gegnum tímabil þar sem þrengir að þér einhverra hluta vegna hlífðu þér þá eins og þú lest orkuna þá ættir þú að hafa sem reglu að sækja í hreyfingu sem tengir inná að endurvirkja viljastýrða (somatic) kerfið. 

Afhverju?
Golgi tendon eru skynjunarhnappar í vöðvunum okkar sem gefa grænt ljós til skynfrumna sem bera boð til miðtaugakerfisins. Ef álag/streita er mikið á einstaklingi þá hefur það áhrif á sjálfvirka taugakerfið, en það stjórnar hjá okkur hjartslætti og líffærastarfsemi. Við förum að handa hraðar og andar dráttur verður styttri, sjáöldur og vöðvar spennast óþarflega og hugsun okkar verður óskilvirkari og það sem gerist líka er það að maturinn sem við borðum verður óskilvirkari við meltingu og blóðsykur hækkar óþarflega mikið vegna þess að seyting insúlíns úr brisi verður slakari (vegna álags, ekki endilega vegna matar). Það gerist vegna þess að adrenaline er stöðugt hátt og það leiðir af sér minni virkni vegna líffræðilegra þátta óháð mat sjá link  Viðvarandi spenna í vöðvum yfir langan tíma leiðir af sér líka stoðkerfisvandamál sem ég held að flestir geri sér grein fyrir. Það er ekki það sem við viljum og ég vill heldur ekki þó ég sé að læra osteopata, en þörfin verður alltaf og því miður þá kemur hún til með að aukast á næstum árum og áratugum. 

Somatic æfingar eru í kjarna málsins þær æfingar sem eru að hálpa þér að auka endurheimt á taugakerfinu. Þær helst snúa að hægri og djúpri öndun, þar sem aukin mind body connective er aukin. Þar ber að nefna: 

Yoga tegundir – sér að nefna nidra /yin yoga 
Pilates 
Aikaido 

En það er ekki þar með upptalið. Heldur er lóðaþjálfun ekki undanskilin þessu ef við þekkjum út á hvað öndun stöndun gengur sér í lagi til taugakerfisins. Það magnaða við þetta er að það er hægt að standa fyrir framan handlóðabunkann í ræktinni og framkalla nákvæmlega sömu lífeðlisfræðilegu áhrif, sem skerpa ekki síður á endurhæfingu skyntauga í ljósi umhverfisins. Ég ætla að fara betur yfir þetta í næsta pistli. 

Sjálfsrækt er thing to go to í dag og er þetta ferill í því. Ég mun í janúar næstkomandi halda fyrirlestur hjá fagfélagi markþjálfara um þjálffræðileg áhrif á taugakerfið og segir það mikið til um vitundarvakningu hvernig við viljum æfa frá tímabili til tímabils.

En að lokum hér minna á vandaða sálfræðiþjónustu sem aðgengileg er á netinu sem hefur innan sinna vébanda sálfræðinga sem eru sérhæfðir í EMDR. Sem er Mín Líðan Sjá link á www.minlidan.is

Leave a comment

0.0/5

Póstlisti

Please wait...

Takk fyrir skráninguna, heyrumst!

© Allur réttur áskilinn Líkami.is 2024.