Hugleiðing um efnaskiptaheilsu og heilsulæsi

Á undanförnum misserum hefur fagfólk og sömuleiðis áhugafólk fjallað um mikilvægi orkustjórnunar líkamans. Blóðsykurstjórn fellur þar undir og er vert að tala um hana og fræða í ljósi aukningar  á áunninni sykursýki meðal þjóðarinnar. Í mínum huga hefur þessi umræða verið heldur til mjög gildishlaðin út frá því sjónarmiði að vera eingöngu bundin út frá fæðu sem er kolvetnarík. Það er vissulega vitað að kolvetni er sá orkugjafi sem hefur hröðustu áhrifin út í blóðrásina okkar. Eftir að hafa verið með sílesandi blóðsykurmæli á handleggnum í samtals 8 vikur á liðnum vetri þá varð mér persónulega ljóst að fleiri þættir hafa áhrif á virkni insúlíns en eingöngu maturinn sem ég innbirti, það skal þó tekið fram að fastandi blóðsykur og virkni insúlíns hjá mér mælist innan eðlilegra marka og geri ég mér grein fyrir því að annars staðar er það ekki endilega svo. 

Það sem mér hefur áhugavert að taka inn í myndina út frá þessu er að skoða aðra og fleiri þætti en eingöngu mat, sem hafa áhrif á insúlínvirkni okkar. Það sem mig langar að taka aðeins fyrir hér í þessari færslu er umræða sem ég tel eiga rétt á sér og eigi að koma að borðinu. Það hvernig huglæg og andleg heilsa okkar er, hefur áhrif á (van)virkni ýmissa hormóna (t.a.m. kortisól, adrenalín, vaxtarhormón sem hafa bein áhrif á stjórn orkubúskapar og þar af leiðandi blóðsykurs sem þýðir í stuttu máli að unbalance andlega hefur áhrif á það sem fólk ákveður að borða, og orsök þess að vera í unbalance er oft samfélagslegur vandi, miklar kröfur um að við eigum að vera svona og hinssegin, við þurfum að gera hlutina svona en ekki hinsegin. Hraði og álag sem vegna áhrifa að hafa “of marga” bolta á lofti svo að yfirsýn hverfur. Þetta hefur áhrif á svefn okkar sem er grunnundirstaða þess að halda orkubúskap líkama okkar í jafnvægi. 

Fyrir marga að taka til í mataræðinu er ekki bundin við viljastyrk eingöngu, þvert á móti reyndar. Þeir aðilar sem mynda umræðu um mataræði almennt eru alla jafna með góðan ásetning í huga, geri ég ráð fyrir. Mitt mat er reyndar það að mér finnast áherslur of oft vera bundnar af því að taka út heilu og hálfu fæðutegundirnar. Vissulega þjarmar að okkur víða að fæða (ef fæðu skyldi kalla) sem er beint ekki heppileg fyrir nokkurn mann í miklu mæli. Það er að mínu mati varhugavert að vera með of miklar tilgátur hvað hver leið gerir fyrir okkur. Gildishlaðningin t.d. í því hvað ein fæðistegund “gerir” hljómar stundum fyrir mér eins og kostningarloforð. Mér finnst vanta dýpri umræðu á heildrænni nálgun. 

Hvað á ég við með því? 

Að aðhyllast mataræði sem hefur nafn og tilheyra þannig ákveðnum hóp virðist vera víða eftirsóknavert víða. Að aðhillast skoðun sem er og á að vera sú eina rétta kemur stundum í veg fyrir það að hlusta á rök með opnum eyrum því gildishlaðin trú blokkerar það að sjá fleiri sjónarmið. Það má vel vera að fólki líði betur á fyrstu vikunum og oft er það alveg raunin. Hinsvegar er það stundum þannig, að ákveðnum tíma loknum fer að fjara undan og “lífsstíllinn” fer að rekast á við önnur gildi/venjur sem fólk vill viðhalda. Hvað gerist þá? Jú það myndast ákveðin togstreita og bit gerir kannski við sig vart. Við mokum okkur í gegnum þetta fen og það er eitthvað sem í okkur segir að þetta sé ekki það sem þú “ættir” að vera gera. Þarna fer af stað atburðarás sem er til þess fallinn að eigast óheilbrigðt samband við mat. Grunnorsök þess að eiga í óheilbrigðu sambandi við mat er mjög oft sú að þekking á næringu er ekki upp á marga fiska. Það er t.a.m. ekki að ástæðulausu að lífeðlisfræði og lífefnafræði eru þættir sem skipta mjög miklu þegar kemur að næringu. Efnasamsetning og efnahvörf matvæla er flókin en áhugaverð pæling. Af þeim sökum er hægt að leggja sterk rök fyrir því að orkuefnið kolvetni er ekki eina ástæða þess að efnaskipta/blóðsykursvandi herjar á Íslendinga og aðrar vestrænar þjóðir. Umræðan um þetta er mjög gildishlaðin, hún er viðkvæm og stundum er hún bara skaðleg að mínu mati því hún skilur lesandann/áheyrandann eftir sem eitt stórt spurningamerki. Að þessu sögðu: Á undanförnum 2 áratugum hafa matvælaframleiðendum verið gerðar meiri hömlur, afleiðing af því þekkjum við í aukningu á sykurlausum gosdrykkjum svo dæmi sé tekið, nálganir frá aldamótum hafa t.a.m. verið Danski kúrinn, Atkins, lág kolvetna mataræði, ketó og ótrúlesustu útfærslur af föstum hafa komið inn sem stormsveipur, s.s. vitundavakning hefur aukist gríðarlega að leitun er að öðru eins í mannkynssögunni. En á þessum 2 áratugum hefur kolvetna/sykurinntaka minnkað. Hefur það haft jákvæð áhrif á efnaskiptaheilsu? Alls ekki og gögn má skoða hér því til stuðnings 

Hvers vegna? 

Að vera læs á heilbrigði er ekki bara að stunda þol og styrktarþjálfun og hafa salat í hvert mál. Heilsulæsi er skilgreint skv. WHO 

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, skilgreinir heilsulæsi á eftirfarandi hátt: Heilsulæsi gerir fólki kleift að taka jákvæðar ákvarðanir. Það felur í sér ákveðið stig þekkingar, persónulega færni og sjálfstraust til að grípa til aðgerða til að bæta heilsu einstaklinga og samfélagshópa með því að breyta persónulegum lifnaðarháttum og lífsskilyrðum. Þannig þýðir heilsulæsi meira en til dæmis að geta lesið bæklinga og pantað tíma.

Ég hugsa að líkami okkar sé háþróaðasta fyrirbærið í veröldinni og það er bókstaflega allt samtengt innan hans. Þetta magnaða taugakerfið sem við búum við er stjórnandinn. Hvernig við “mötum” taugakerfi okkar hefur býsna mikið með það að gera hvernig orkustjórn líkamans er háttað. Og til þess að vitna í skilgreiningu WHO á heilsulæsi þá er það gott að vera í meðvitund að hvað sem við tökum ákvörðun um að gera (eða borða) mun hafa áhrif á eitthvað annað í starfsemi líkama okkar. 

 Að þessu öllu saman sögðu þá er það vitað að kolvetni hafa mest hækkandi áhrif á blóðsykur og insúlín er það þekkt sem “fitumyndandi” (e. fat storage) hormómið, en það er ekki þar með sagt að við söfnum auka birgðum af fitu þó blóðsykur hækki meira við kolvetnaríkari máltíðir. 
Munurinn á fituoxun og oxun sykra(kolvetna)  (e.fat oxidation vs carbohydrate oxidation) er ekki ekki eins og sumir halda fram að þegar líkaminn er í því að nota fitu sem orkugjafa þá erum við ekki endilega að missa fitu. Grundvöllurinn fyrir því er bundinn við orkujafnvægi í grunninn. 

Og fólk er víða alveg vel meðvitað um það. Hinsvegar er það þannig að lögmál orku inn/úttöku breytist ekki þó raddir úr lágkolvetna herum haldi öðru fram. Nú eru æ fleiri rannsóknir hinsvegar farnar að sýna fram á það að orkuefnajafnvægið er það sem stýrir því hvort við missum fitu, burt séð frá því hvort við erum að nota fitu sem orkugjafa eða sykrur. Við vitum að við hreyfingu erum við að nota hlutfallslega meiri fitu sem orkugjafa á lágri ákefð en meira af kolvetnum þegar púlsáhrifin hækka en við notum bersýnilega meiri orku (út) við það, ég útskýrði þetta í pisti í vetur hér. https://likami.is/orkunotkun-vid-hreyfingu-respiratory-exchange-ratio-hvad-er-nu-thad/ 

Úrdráttur úr rannsókn sem sýndi : 

For example, another recent studyTrusted Source compared the effect of two diets on people with excess weight.

Each diet lasted for 2 weeks. One comprised around 10% carbohydrate and 75% fat, while the other consisted of approximately 75% carbohydrate and 10% fat.

Participants were allowed to eat as much or as little as they wanted.

As predicted by the carbohydrate-insulin model, the high carb diet resulted in a larger spike in insulin levels following meals.

However, participants on the high carb diet consumed fewer calories and reported that they felt just as satisfied after eating compared with those on the low carb diet.

Only the high carb diet resulted in a significant loss of body fat.

Að lokum þá má það ekki gleymast að þó kolvetni séu ekki skilgreind sem lífsnauðsynlegur orkugjafi þá innihalda þau mikið magn vítamín, stein og snefilefna sem styðja við náttúrulega virkni kóenzíma sem eru gríðarlega mikilvæg í orkumyndun og flutningi ammonósýra. Eitt lykilefna sem stuðla að heilbrigðum efnaskiptum. Og vörumst að setja öll kolvetni undir eina og sama hattinn. 

 

/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

We are using cookies on our website

Please confirm, if you accept our tracking cookies. You can also decline the tracking, so you can continue to visit our website without any data sent to third party services.