Skip to content Skip to sidebar Skip to footer

Hvað er best að gera? – Örpistill

Ég trúi því að besta leiðin að langvarandi bætingum liggi í því að fylgja eftir ákjósanlegustu leiðinni. Ákjósanlegasta leiðin felst í því að gera hluti sem ná ekki stjórn á þér til skemmri tíma. Við viljum öll árangur og viljum að hlutirnir gerist hratt og helst ekki seinna en í gær.

Ákjósanlegt ferðalag myndi ég skilgreina sem slíkt:

✔Það á að vera skemmtilegt og á ekki að byggja upp neikvæðar hugsanir heldur frekar tilhlökkun
✔Það á að vera sveigjanlegt svo hægt sé að framfylgja því lengur en í 3 mánuði, 6 mánuði, 1 ár etc…
Þar til þú áttar þig á því að þetta er eðlislægt fyrir þig og þetta er eðlilegur partur af lífinu.

Spurningar sem heyrast oft eins og er “X” betra en “Y”, ætti ég að æfa á fastandi, ætti ég að fasta?, ætti ég að æfa svona eða hinssegin? Það er ekkert athugavert við spurningar sem þessar sem vakna, það er bæði mikilvægt og áhugavert að leita svara til að vera betur upplýst/ur skilja betur hvað maður er að gera.

Því betri marktækar upplýsingar sem við tökum inn. Því meira safnast fyrir í verkfærakistunni hjá okkur og við verðum betur undir það búin að gera betur smátt og smátt.
✔1% framför á viku í 30 vikur telur meira en að ná 25% framför á 12 vikum.
Með öðrum orðum: Gerðu það besta sem þú getur gert í þeim aðstæðum sem þú ert í og hafðu samræmi í hlutunum þá er þetta síður að fara falla niður í ræsið. Þegar aðstæður virðast ekki vera að falla með okkur skulum við spyrja sjálf okkur að því hvort við ætlum að verða þeim aðstæðum að bráð eða….💪
Fyrst og síðast tel ég mikilvægast að halda inni hreyfingu sama hver hún er eða hvar hún er stunduð.

✔Mantra: Þegar þú vaknar á morgnanna einbeittu þér að jákvæðri hugsun, að þú ætlir þér að gera þitt allra besta í öllu því sem þu tekur þér fyrir hendur!

Póstlisti

Please wait...

Takk fyrir skráninguna, heyrumst!

© Allur réttur áskilinn Líkami.is 2024.