Orkunotkun við hreyfingu – Respiratory exchange ratio – hvað er nú það?

Hvenær eru við að brenna mestri fitu? Það er talað um að við brennum fitu þegar púlsinn er 65 til 80% af hámarkspúls. Hámarksæfingapúls finnum við með því að draga lífaldur frá 220.

En ef við skoðum þetta aðeins betur þá kemur í ljós að við brennum mestri fitu þegar við gerum ekki neitt t.d. liggjum fyrir framan sjónvarpið en við vitum það að við náum ekki árangri með því og ætlum því alls ekki að taka þetta þannig bókstaflega!

Þegar hreyfiálagið er 65 til 85% af hámarkspúlsi þá erum við að brenna svona rúmlega 50-55% fitu og 45-50% sykrym/glýkógeni (kolvetnum). Ef þið viljið lesa nánar um þetta mæli ég með að þið googlið Respiratory exchange ratio.

Eftir því sem hreyfiálagið verður meira því meira brennum við af sykrum (kolvetnum). Þannig í rauninni þegar álagið er orðið mjög mikið þá erum við ekki að nota fitu sem orkugjafa. Það sem ég á við hér og er að sýna fram á er einfaldlega hvaðan við erum að sækja orkuna, við vitum auðvitað að við þurfum að borða minna en við notum til að missa fitu, en aðrir þættir spila líka hlutverk þar á eftir.

We are using cookies on our website

Please confirm, if you accept our tracking cookies. You can also decline the tracking, so you can continue to visit our website without any data sent to third party services.