
Ég las bókina fyrst árið 2020 og svo aftur hef ég lesið hana núna í pörtum frá því að hafa farið á ráðstefnu sem betri svefn hélt í hörpu þar sem höfundur bókarinnar hélt erindi og svaraði fyrirspurnum. Það var fyrst þá sem ég fékk nokkurskonar punkt yfir þetta I. Walker talaði á ráðstefnunni inn til okkar sem búa á þessari eyju. Birta yfir sumarmánuðina hefur áhrif á svefn, áhrif þess sem hann varðaði fram fékk mig til þess að mála svefnherbergið hjá mér í dekkri lit og ég geri á því greinarmun og ég sef betur án nokkurs vafa eftir því að hafa málað veggi og loft í statement blue úr hvítu. Ég hefði ekki trúað breytingunni, en þetta virkar.
Grunnskilaboðin í bókinni felast í þessum einföldu þáttum sem eru niðurtaldir með rökum
- Ef þú ert fullorðin/n sofðu a.m.k 7-8 klst á sólarhring
- Lengd svefns er ekki bara eitt, þær 2-3 klst sem viðhefjast í athöfnum fyrir svefn hafa áhrif á gæði svefns
- Áhrif svefns og grunnundirstöður lífefna : Hormónajafnvægis/vinnslu sem stuðlar að jafnvægi blóðsykurs, kynhormóna og jafngeðisjafnvægi