Hippocrates var grískur og uppi fyrir krist og hefur stundum verið kallaður faðir læknisfræðinnar. Heimildir benda til þess að hann hafi skrifað svokallaðan “eið” eða “the hippocratic oath” sem er kallaður læknaeiðurinn sem hefur þó tekið breytingum í aldanna rás. Það sem merkilegt er að í þessum eið segir: “allir sjúkdómar hefjast í meltingarvegi” það er fyrst núna 2000 árum síðar sem við erum meira að skilja hversu mikið er til í þessu.
Rannsóknir á undanförnum árum hafa sýnt það og staðfest að ójafnvægi í þarmaflóru má rekja til margra lífstílsjúkdóma sem við eigum í stríði við.
-Þarmaflóran telur um 100.000.000.000.000 baktería sem er mun meira en allar frumur líkamans og gegna þær gríðarlega stóru hlutverki sem eins stór heild. Margir vísindamenn trúa því að þarmaflóran og meltingavegur sé einn mikilvægasti þátturinn í því að tryggja heilbrigði almennings á 21 öldinni.
-Vísindamenn eins og Birna G Ásbjörnsdóttir sem er doktorsnemi við heilbrigðisvísindadeild HÍ sem hefur gefið út greinar og gert rannsóknir sem hafa vakið mikla athygli, sýna að hlutverk þarmaflórunnar í tengslum við heilsu manna er gríðarlega mikið. Þarmaflóran hefur áhrif á meltingarveginn, meltinguna sjálfa, taugakerfið, ónæmiskerfið, innkirtlakerfið og hormónakerfið. Þannig að auðvelt er að draga þá ályktun að þarmaflóran hafi bein áhrif á hvernig okkur líður.
…
Sem dæmi þá er eftirfarandi ekki að hjálpa við að halda þarmaflóru í horfi:
✔Mikið unninn matur sem inniheldur mikinn viðbættan sykur, hveiti og e efni eins litar og bragðefni getur valdið “leaky gut” eða lekandi þörmum , lekandi þarmaslímhúð viðheldur bólgumyndun og skaðar heilsu okkar.
✔langvarandi streita
✔lítil hreyfing
✔slæmar svefnvenjur/lítill svefn
✔sýkla og bólgueyðandi lyf eru hönnuð til að berjast gegn bakteríum í líkamanum og hafa síendurteknir sýklalyfjakúrar sum staðar gengið frá þarmaflóru einstaklinga.
Heilbrigður lífsstíl er það sem þurfum að tileinka okkur og horfa til að fullri alvöru og það sem við getum gert til að stuðla að heilbrigði okkar og þarmafló er augljóslega að forðast eða a.m.k. að draga úr því sem nefnt er hér að ofan.