Skip to content Skip to footer

Axla og herðasvæði – vara væntanleg

11.900 kr.

Description

Description

Stöðugleiki, hreyfanleiki, liðleiki og hreyfistjórn eru þættir sem segja til um getu líkama okkar til þess að auka og viðhalda líkamlegu heilbrigði. Það eru margir þættir sem geta haft áhrif á áðurnefnda þætti.
Í byrjun ætlum við að skilgreina hver munur er á annars vegar liðleika og hinsvegar hreyfanleika. Skilgreining liðleika (.e flexibility) er geta liða og þeirra vöðva vöðva sem hreyfa þau liðamót til að vera hreyfð.
Skilgreining á hreyfanleika (e.mobility) er teygjanleg geta vöðvanna til þess að skapa ákjósanlega hreyfistjórn (e. motor control) sem skapar áðurnefndan stöðugleika. Hreyfistjórn og geta er því ákveðin grunnforsenda þess að skapa réttan hreyfiferil við æfingar og dagleg störf sem hjálpar okkur að viðhalda góðri líkamsstöðu sem heldur af verkjum og stoðkerfisvanda sem myndast af því sem er afleiðing af skertum liðleika, hreyfanleika og þar af leiðandi stöðugleika.
ocl
Í þessu prógrammi sem er 6 vikna langt, færðu aðgang að 18 mismunandi æfingum sem eru til þess skapaðar að auka hreyfifærni og getu á axlasvæði, í brjóstbaki og hálsi. Svæði sem eru sterklega samantengd og eru skilgreind sem álagssvæði hjá einstaklingum sem vinna t.a.m. kyrrsetustarf.
Uppfærsla prógrammsins er höfð með það í huga að auka hreyfistjórn, hreyfanleika og liðleika á eftirfarandi liðum

  • Glenohumeral joint
  • Skacpulothhoracic joint
  • Acromioclavicular joint
  • Sternoclavicular joint

Virkni ofantaldra liða hafa mikið að segja með stöðug/hreyfan og liðleika á – Thoracic svæðinu sem er kjarnasvæði og okkur verkar í þegar skæf vöðvabólga keyrir að okkur. Framhallandi axlarstaða vegna óstöðugleika ofangreindra liða er oft orsök stífleika og verkja í brjóstbaki.

Æfingarnar styrkja og virkja ofangreind svæði og er unnið með prógrammið 3x í viku í 6 vikur með eða án annara æfinga sem þú kýst að gera sjálf/ur. Æfingatími æfinga tekur u.þ.b. 30-35 mín og með hverri æfingu fylgja mjög ítarlegar upplýsingar sem eru niðurhalanlega skjala (42 bls – pdf)  auk myndbands af hverri æfingu fyrir sig.

 

Til þess að meta framfarir okkar á meðan prógramminu stendur eru tvö test (e.body assesments) sem þú getur framkvæmt með 2 vikna millibili.

Þegar þú skráir þig færðu aðgang að appi sem inniheldur æfingaprógram og aðgang að auknu efni sem styður framfylgnina auk daglegra skilaboða í gegnum appið sem minnir þig á virkninina og vinnuna sem í þessu felst.

Innan skamms verður hægt að kaupa prógrammið gegnum vefverslun líkami.is. Fram að því skal senda á [email protected] eða fylla formið hér að neðan.

Hafir þú spurningar sem þessu tengist þá getur þú sent mér fyrirspurn hér að neðan.

Error: Contact form not found.

 

Reviews (0)

Reviews

There are no reviews yet.

Be the first to review “Axla og herðasvæði – vara væntanleg”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Póstlisti

Please wait...

Takk fyrir skráninguna, heyrumst!

© Allur réttur áskilinn Líkami.is 2025.