Sjálfsmyndin

Sjálfsmynd
Er gríðarlega stór þáttur í andlegri líðan eins og við vitum. Þar sem hún hefur áhrif á það hvernig við hugsum, tölum og hegðum okkur. Sjálfsmynd er skilgreind sem sú skoðun sem við höfum á okkar eigin sjálfi.

Sumir telja að sjálfsmynd mótist að miklu í gegnum reynslu og samskipti við aðra og umhverfið. Neikvætt sjálfstal ýtir undir vanlíðan og minnkar líkur á því að við treystum okkur til að framkvæma hitt og þetta og prófa eitthvað nýtt. Dæmi um þetta gæti verið á þá leið að manneskja með lítið sjálfsmat þorir ekki að taka þátt í námskeiði eða halda áfram með það sem hún er byrjuð á vegna ótta við álit annara.

Frasinn “ef þú hefur ekki trú á þér, eru minni líkur á að aðrir hafi hann” – ok það er ekki alltaf rétt!

Stundum er gott að eiga bakland sem bakkar þig upp og stappar í þig stálinu. Það hjálpar til verkfæra sem hækka þig upp í sjálfinu, það tekur tíma að tileinka sér að vinna markvisst með þessi “verkfæri”

Tel upp nokkur pros/cons:

⚠️Ekki gera lítið úr því sem þú gerir
✅Vertu viss um að setja þig oftar í aðstæður sem upphefja þig
⚠️Dragðu þig úr aðstæðum eins og kostur er sem draga þig niður
✅Gerðu þitt besta, sýndu þolinmæði og vertu æðrulaus, þú finnur leið.

Ef þú veist að þú ert að gera rétt, ekki gefast upp. Árangurinn mun ekki láta á sér standa. Trúðu því! Góðir hlutir taka tíma 🙏

Sjálfsmynd 》Sjálfstraust veltur á þér í endann.

Þú þekkir það pottþétt að hafa gott sjálfstraust í einhverjum aðstæðum, þér leið vel í aðstæðunum og þér gekk vel. Það eru engar takmarkanir fyrir því hvað þú getur raunverulega gert ef þú hefur trú á þér! 》Og þú átt það fullkomnlega skilið að hafa trú á því að þú getir gert það sem þig virkilega langar til ❤