Skip to content Skip to sidebar Skip to footer

Svefn – örpistill

Eins og við vitum þá er svefn gríðarlega mikilvægur, í raun og veru máttarstólpi þess að viðhalda hreysti og heilbrigði.
Skortur á svefni og gæðum hans hafa margvísleg áhrif og meðal þeirra er sú staðreynd að við eigum það til að sækja í óhollari fæðu, því vegna skorts á svefni eða gæðum svefns brenglast framleiðsla ýmissa hormóna t.a.m. hungurhormónanna sem heita Leptín og Ghrelín.
Leptín er það hormón sem vinnur gegn matarlyst með því að senda heilanum þau skilaboð að nú sértu orðin södd/saddur en skertur svefn dregur úr magni leptíns í blóðinu og eykur þannig matarlyst/nartþörf.

Ghrelín er annað hormón sem hefur m.a. þau áhrif að matarlyst eykst og hjá þeim sem skortir svefn má sjá aukið magn af ghrelín í blóðinu. Þannig að þegar við erum illa sofin þá erum við gjarnari á að borða fæðu sem hefur versnandi áhrif á blóðsykurinn, afleyðingarnar af óstabílum blóðsýkingu verða þær að við verðum orkulaus og ólíklergri til þess að hreyfa okkur!
National Sleep Foundation hefur gefið út viðvið hver svefnþörf ætti að vera með tilliti til aldurs einstaklinga.

En gleymum ekki þeyrri staðreynd að það er munur á því að sofa 8 tíma frá kl 23 til 07 og það að fá 8 klukkustundir frá kl 02 til 10.

Ert þú að huga að svefngæðum þínum á þessum tímum?

Póstlisti

Please wait...

Takk fyrir skráninguna, heyrumst!

© Allur réttur áskilinn Líkami.is 2024.