Skip to content Skip to sidebar Skip to footer

ÍAK Einkaþjálfarar framtíðarinnar

Það var í morgun sem ég hitti 22/23 árganginn hjá ÍAK einkaþjálfaranáminu hjá keili. Það er óhætt að segja að hér sé á ferðinni sterkur hópur sem kemur úr fjölbreyttum áttum. Þetta er annað árið í röð sem ég er fenginn til þess að spjalla við hópinn og úr spunnust áhugaverðar spurningar og umræður.

En yfir hverju þarf góður einkaþjálfari að búa yfir?

Góður einkaþjálfari að mínu mati þekkir sín takmörk. Almennt búa einkaþjálfarar ekki yfir sérfræðikunnáttu sem sjúkraþjálfarar, osteópatar eða kírópraktorar búa yfir og eru þar af leiðandi ekki að skaða skjólstæðinga sína.

Góður einkaþjálfari á að búa yfir kunnáttu til þess að kenna æfingar rétt og geta skalað þær rétt eftir því hver á í hlut. Ef einkaþjálfari kann ekki að framkvæma t.a.m. tæknilega flóknar æfingar á hann ekki að kenna þær.

Góður einkaþjálfari á að leggja sig fram við að nálgast þarfir skjólstæðingsins og ekki vera giftur einni nálgun (one size fits all…)

Góður einkaþjálfari á að gera skjólstæðinginn sjálfstæðan og kenna honum og leggur áherslu á tækni.

Góður einkaþjálfari á að bæua yfir heildrænni þekkingu á öllum helstu compónentum sem hlúa að líkamlegu heilbrigði.

Góður einkaþjálfari hjálpar sínum skjólstæðing að ná árangri og með þarfir hans í huga, ekki sínar.

Góður einkaþjálfari gefur af sér, er snyrtilegur, stundvís, sanngjarn og jákvæður.

Góður einkaþjálfari býr yfir góðri kunnáttu sem hann er í sífellu að bæta í og er sjálfsöruggur.

Góður einkaþjálfari er up to date og hættir aldrei að læra, leggja að aukinni færni og þekkingu til þess að skila skjólstæðingnum árangri.

Hér eru nokkur atriði sem farið var í. ÍAK einkaþjálfaranámið er virkilega vel upp sett, vandað og vottað og það að hafa diplómu þaðan er virkilega góður grunnur til að byggja á. En einkaþjálfarar þurfa að hafa áhuga og metnað til þess að skara fram úr og þurfa að vera á tánum til þess að svo verði og viða að sér þekkingu. En að vera fær um að miðla þekkingunni í verki byggist á því að vinna með hana á gólfi aftur og aftur og aftur. Vegna þess að meiri uppskera verður eftir því sem fræjunum er sáð oftar.

Til er fjöldi góðra einkaþjálfara sem leggja sig fram og það er nokkuð ljóst í mínum huga að í þessum hóp sem ég hitti í morgun eru einkaþjálfarar framtíðarinnar.

Hlakka til að fylgjast með þessum hóp og vinna með Keili að undirbúa frábæra þjálfara

 

Leave a comment

0.0/5

Póstlisti

Please wait...

Takk fyrir skráninguna, heyrumst!

© Allur réttur áskilinn Líkami.is 2025.