Ég ætla skrifa hérna aðeins um hugtak sem kallast skynmyndaþjálfun eða e: imagery training eða mental imagery
Skynmyndir er það þegar einhver reynsla eða atburður er endurupplifaður í huganum eða ný reynsla er búin til úr hlutum sem eru til staðar í minninu. Skynmyndir eru nefnilega fjölskynjunar-reynsla eða e. multi sensory experienc). Það þýðir að hugurinn býr til ímyndaða sjón-, lyktar- heyrnar-, bragð-, tilfinninga- og hreyfiskynjun af þeim athöfnum sem eiga við.
Afreksíþróttafólk notar þessa skynmyndaþjálfun mikið í sambandi við undirbúning við keppnir og æfingar, þetta er þekkt innan íþróttasálfræðinnar en þekkist einnig vel í líkamlegri meðhöndlun. Ég er hrifinn af svona nálgunum sem felur í sér það að vera undirbúin undir það að gera bætingar hvernig sem fólk svo sem lýtur á þær og er fyllilega þeirrar skoðunnar einnig að allir geti og eigi að nýta sér þetta. Því þetta bætir frammistöðu og stuðlar að því að örva áhugahvöt.
Hvernig nýtist þetta í líkamsræktarsalnum?
Skynmyndaþjálfun getur verið öflugt tæki í líkamsrækt til að bæta árangur, auka sjálfstraust og dýpka skilning á hreyfingum og þar með bæta þær. Þannig verður þetta gagnlegt þegar bæta á styrk og tækni sem leiðir af sér óneitanlega af sér aukinn hreyfanleika og heilbrigðari líkama.
Dæmi um notkun:
Undirbúningur
* Ímynda sér æfingarnar áður en farið er í ræktina. T.d. að lyfta lóðum með betri tækni þar sem þú gerir hægari markvissari hreyfingar þar sem þú upplifir stjórn á viðnáminu og finnur vöðvaspennu í hreyfingunni tækni, hvernig líkaminn hreyfist og ekki hreyfist t.a.m.
* Með því að sjá þetta fyrir þér eykur þú fókusinn á æfinguna sem þú ert að vinna með og þar af leiðandi verða gæði æfingarinnar meiri, augljóslega.
Tækni
*Ef þú ert að vinna að því að fullkomna ákveðna æfingu, eins og hnébeygju eða réttstöðulyftu, geturðu ímyndað þér hreyfinguna í smáatriðum. Sjáðu hvernig líkaminn heldur jafnvægi, hvernig þú beygir hnén og réttir úr bakinu eins og vélstýrð kranabóma í réttstöðulyftunni t.d.
* Þetta hjálpar þér við að festa rétta tækni í tauganet líkamans
Tekist á við hindranir
*Ef þú ert að glíma við óöryggi vegna ákveðinnar æfingar geturðu ímyndað þér að framkvæma hana með öryggi og styrk, stundum er fólk að gera æfinguna betur en það heldur sjálft. Hafðu trú á þér!
*Þetta getur hjálpað að stíga yfir óöryggið og byggja trú á eigin getu, það er þar sem töfrarnir gerast.
Skynjun hreyfingar
*Skynjaðu hvernig vöðvar vinna saman í ákveðinni æfingu, t.d. hvernig rassvöðvar, læri og kviður virkjast í hnébeygju t.a.m. Þetta hjálpar til við að byggja líkamsvitund (Mind muscle control) og bæta þannig stjórn á hreyfingum í æfingum sem óneitanlega bæta líkamsstöðu þegar út í það er farið.
Hvernig þetta er notað á ólíkum sviðum
Íþróttir: Knattspyrnufólk ímyndar sér að taka fullkomið skot. Ronaldo og Zlatan hafa báðir fjallað um hvernig þeir nýttu sér þetta auka þess að Kobe Bryant og Michael Jordan notuðu þessa aðferð fyrir hvern einasta leik, golfararnir Tiger Woods og Rory McIlroy sögðu báðir hvernig þeir nýttu sér þetta kvöldið fyrir hring, hvernig þeir ætluðu að slá kúlurnar á tilteknum stað og þar fram eftir götunum.
Endurhæfing: Einstaklingur sem er að jafna sig eftir hnéaðgerð ímyndar sér að ganga eða hlaupa eðlilega án takmarkana.
Daglegt líf: Að ímynda sér að halda ræðu fyrir framan hóp án þess að verða stressuð/aður
Að sjá sjálfan sig fyrir sér framkvæma hluti í huganum hefur gríðarlega mikil áhrif til hins góða.
Hér að neðan er ágætismyndband um kosti þessarar aðferðafræði