„Markmið eru eldsneytið í ofni afrekanna“ sagði Brian Tracy
Að setja sér markmið og ná þeim er bundið við það að hafa hugrekki, staðfestu, vilja, hafa þau skýr, raunhæf og þau þurfa að vera í takt við raunverulegt gildismat. Þegar markmið eru sett upp rétt þá auðvelda þau okkur að stjórna stefnum breytinga í lífinu.
Að setja sér markmið um að losa við ákveðin fjölda kg eða komast í x fituprósentu er algengt. Til að ná slíkum markmiðum, þá eru þau sett upp með skýrum og greinargóðum hætti.
Verðmætasta viðbótin við markmiðssetningu er að byrja á því að setja upp raunverulegt gildismat, það sem fellur undir gildismat er m.a. eftirfarandi sem við getum spurt okkur að
✔Hvað er það mikilvægasta í lífinu
✔hvað gerir lífið gott
✔hvaða þekkingu viljum við hafa
✔Hvernig samskipti viljum við eiga
✔hvaða umhverfi dregur fram það góða í okkur
✔hvernig heilsu og líkama viljum við raunverulega hafa
✔hvað felst raunverulega í góðu lífi
✔Gildi okkar birtast í öllu sem við gerum
Gildi merkir verðmæti
Þegar við höfum raunverulega áttað okkur a því sem er verðmætt fyrir okkur, verður auðveldara að setja upp markmið sem eru persónulegri en snúast ekki eingöngu um tölur á blaði.
Bættur lífsstíll, aukin meðvitund og yfirsýn er gríðarlega verðmæt.
Afleiðingin af því sést t.a.m. í lægri fituprósentu og almennt betra líkamlegu ásigkomulagi sem mun vara lengur
Gangi þér vel