Grunnuppsetning heilbrigðar næringar felst í nægjanlegri inntöku próteina. Þetta hafa margir heyrt, hér ætla ég að neðan ætla ég að skilgreina gróflega undirflokka próteina og hvaðan gæði þeirra er helst að finna. En sumir aðilar hafa haldið því fram að þú fáir nægjanlegt magn prótein úr fæðunni t.a.m landlæknisembættið, það að kasta fram þessari fullyrðingu er að mínu mati beinlínis hættulegt. Vestrænt mataræði er samanbyggt af nálgunum til að spara okkur tíma og við eigum að geta nálgast fæðu sem er heilsusamleg og tilbúin, staðreyndin er hinsvegar sú að samansett fæða vestrænna ríkja (t.a.m. hér á íslandi) er uppbyggð að mikli leyti af kolvetnum og fitum þar sem próteingjafi er ekki nægur. Í ráðleggungum landlæknis ráðleggur hann að inntaka próteins af heildarorkunotkun ætti að vera 10-20%. Heilbrigður einstaklingur þarf töluvert meira magn til þess að sinna lágmarksvirkni, burtséð frá því hvort hann er í algjörri kyrrsetu eða aktívur. Hver einasta fruma í líkama okkar er byggð af amminósýrum og til að virkja þeirri grunnstarfsemi er 10-20% af heildar inntöku ekki nóg og hefur aldrei verið.
Það má leggja sterk rök fyrir því að versnandi efnaskiptavandi eins og blóðsykurstjórn sem er vaxandi vandi sé meðal annars afleiðing af ráðleggingum hins opinbera sem fólk vil almennt trúa. Hið opinbera þarf að takast á við það og leggja ráðleggingar að raunvísindum fremur en umhverfisvísindum sem virðist vera nálgunin samkvæmt síðustu ráðleggingum þar sem jurtafæða er vaxandi í ráðlagðri inntöku. Þessi tengdu er inntaka á rauðu kjöti ráðlögð við 500 gr á viku sem er ákveðin hættumerki
Samkvæmt ráðleggingum um mataræði ætti neysla á rauðu kjöti ekki að fara yfir 500 grömm á viku en samt er skv. síðustu landkönnun landlæknis er eftirfarandi að sjá
- Meðalneysla á fólati úr fæðu er undir ráðleggingum, sérstaklega meðal kvenna á barneignaraldri. Fólat er mikilvægt næringarefni á meðgöngu og skortur getur aukið líkur á alvarlegum skaða í miðtaugakerfi einstaklinga og fósturs. Fólat er helst að finna í rauðu kjöti, grænmeti, hnetum, baunum og sumum tegundum ávaxta. Mikilvægast er fyrir konur á barneignaraldri að taka inn viðbót fólats, og ég vil ráðleggja hér að gera greinamun á flónsýru og fóalti. Ekki sami hluturinn.
- Járnneysla minnkar frá síðustu landskönnun og engin kona á barneignaraldri nær ráðlögðum dagskammti fyrir járn, en hann er hærri fyrir þann hóp (15 mg á dag) en aðra fullorðna (9 mg á dag). Járn er helst að finna í rauðu kjöti, fiski, baunum, linsum, tófú og rótargrænmeti, hnetum og heilkornavörum. Járn er mikilvægt næringarefni fyrir súrefnisflutning í blóðinu, ónæmiskerfið og einnig heila- og taugaþroska.
- Eftir að hafa spurt lækna sem segjast ekki hafa orðið varir við joðskort, þá er ég því algjörlega ósammála þeim. Því til stuðnings eru ekki einstaka blóðprufur skera ekki úr um þetta sem þeir horfa á. Hér eru niðurstöður rannsóknar embættis landlæknis og sýna þær sambærilega niðurstöðu og aðrar stofnanir vestanhafs (sem ég vitna í hér að neðan): Joðneysla hefur minnkað um 20% að meðaltali frá síðustu landskönnun og er minnst í yngsta aldurshópi kvenna vegna minni mjólkurneyslu og lítillar fiskneyslu í þeim aldurshópi. Tryggja þarf nægjanlegt magn af joði á meðgöngu þar sem þetta næringarefni er mikilvægt fyrir fósturþroska og þroska barnsins eftir fæðingu. (landlæknir) – Þetta má bersýnilegum hætti tengja við áhrif lágkolvetnamataræðis.
https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item49174/Ny-rannsokn-a-mataradi-landsmanna-
Við höfum komið inn á hver ráðlegging landlæknis er í ráðlagðri inntöku. Hún er kolröng og sýnir rannsókn (ofangreind) sama embættis atriði sem eru svo mótsagnakennd að það er leitun að öðru eins.
Hér að neðan ætla ég að sýna töflu sem segir til um það magn sem við fáum af lífsnauðsynlegum út úr fæðu skilgreindri hver hún er. Próteingjafi er kóngurinn og drottningin í þinni fæðu. Sama hvenig þú lýtur á hana, hana má laga að hverju atriði en hér að neðan sérðu staðfestingu út frá gæðum og virkni mismundandi próteina frá mismunandi gjöfum. Þessi listi sýnir þær lífsnauðsynlegu amminósýrur sem líkaminn framleiðir ekki sjálfur og hvaðan þú færð þær. Þarna sést með bersýnilegum hætti að skortur á inntöku kjöts kemur til með að hafa áhrif á virkni biomechanics sem er virkni alls okkar kerfis sem sykurstjórn tilheyrir undir.
Hér að neðan sérðu töflu sem skilgreinir Biological value : Efficiency ratio Segir til um hæfni líkama þín til þess að nýta efnin sem þau tilheyra undir.
Protein digestibility segir til um þá virkni sem hann þarf að hafa fyrir að melta viðkomandi fæðu. Því hætti sem talan er því hætti tölu hitaeininga brennir þú við niðurbrot fæðunnar sem hún inniheldur.
[table id=2 /]
Protein digestibility segir til um þá virkni sem hann þarf að hafa fyrir að melta viðkomandi fæðu. Því hætti sem talan er því hætti tölu hitaeininga brennir þú við niðurbrot fæðunnar sem hún inniheldur.
[table id=1 /]