Ástæðan fyrir þessum skrifum hér í dag er eftir lestur fréttar á Rúv.is í gær
Eitt efnisatriðið fór fyrir brjóstið á mér þegar viðtal var tekið við næringafræðing og verkefnastjórna hjá landlæknisembættinu. Eftirfarandi var haft eftir henni
“Við þurfum ekki viðbætt prótein: „Síðan við byrjuðum að fylgjast með mataræði landsmanna hefur það sýnt sig að við fáum nú þegar mikið prótein úr fæðunni. Við höfum verið dugleg í mjólkurvörum, fiski og kjöti sem er allt mjög próteinríkt,“
Vissulega eru upptaldar afurðir próteinríkar. En sú hlið á peningnum sem landlæknisembættið ráðleggur í próteinneyslu landsmanna segir í raun allt annað og ætla fjalla um það eins hér svo það hljótist ekki misskilningur af þessari frétt.
Ráðleggingar landlæknis árið 2023 eru svohljóðandi “Ráðlagt er að prótein gefi á bilinu 10-20% af heildarorku.”
Þessar ráðleggingar hins opinbera eru svosem hættar að koma mér á óvart og hafa lítið skylt við akademíska næringafræði. Síðast þegar samnorrænt næringaþing kom saman áttaði ég mig á því að nútíma næringaráðleggingar hafa takmarkað að gera með þá þekkingu sem snýr að næringu og líffræði. Áður trúði ég í barnaskap mínum að vilji hins opinbera væri góður í þeirri merkingu, en svo ryfjaðist upp fyrir mér að stundum er staðreyndin sú að “leiðin til heljar er vörðuð góðum ásetningi” Ég get ekki séð annað en að það eigi við í næringaráðleggingum hins opinbera vegna þeirrar staðreyndar að þær næringaráðleggingar sem embættið leggur fram eru að hluta til samnorrænar og eru byggðar á fyriráætlunum Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar WHO. Þá kemur (óneitanlega) til sögunnar póitík og hagsmunarfléttur sem snúa að lyfjaiðnaði og loftlagsmálum sem hvorutveggja á ekkert skylt lífeðlisfræði, sem næringafræði er byggð á.
Svör embættissins og talsmanna þess falla um sjálf að próteininntaka sé nægjanleg við rúm 1 gramm á kíló þegar rýnt er í landskönnun á mataræði Íslendinga sem gerð var á árunum 2019-2021, sem einmitt er vitnað í í fréttinni. Sjá má niðurstöðu hennar hér Ísland.is
Ef við skoðum einn dálk úr þeirri skýrslu
“Járnneysla minnkar frá síðustu landskönnun og engin kona á barneignaraldri nær ráðlögðum dagskammti fyrir járn, en hann er hærri fyrir þann hóp (15 mg á dag) en aðra fullorðna (9 mg á dag)”
Þannig er að helsta uppspretta járns kemur helst úr próteinríkum afurðum eins og kjöti og fisk en einnig úr sumu grænmeti. En upptaka járns er hærri úr hem járni (heme iron) sem er komið úr kjöt og fisk fremur en uppstretta járns sem kemur úr grænmeti sem er non hem járn (non-heme iron). Sjá járnbækling blóðbankans hér
Í nýjustu ráðleggur embættið neyslu á rauðu kjöti við 500 gr á viku og 375 gr á neyslu á fiskafurðum (sem er skorið niður töluvert frá fyrri ráðleggingum). Eru þessar útkomur að koma embættinu virkilega á óvart þegar horft er á ráðleggingarnar? Mótsagnirnar þarna eru borðleggjandi.
Næringaráðleggingar embættisins með tilliti til þess að á undanförnum áratug hefur ráðlögð neysla á kjöti og fisk minnkað og á móti hefur ráðlögð inntaka á jurtafæðu aukist eins og grænmeti og ávöxtum. Þarna koma bersýnilega fram þau áhrif sem loftlagsstefnan hefur sett en hins vegar eru engar staðfestar sannanir fyrir því að matvælaframleiðsla búfénaði auki við koltvísýringsmyndunm umfram framleiðslu á jurtafæðu.
Hér erum að ræða póitík sem hefur ekkert skylt við næringu sem líkaminn þarnast. Próteinneysla sem liggur 10-20% af heildarinntöku er hættulega lág. (1,2,3,4,5,6,7,8,9)
Aukning á lífsstílssjúkdómum eins og sykursýki, ótímabærri beingisnun og ótímabærri vöðvarýrnun (sarcopenia) má m.a. rekja til ónægrar próteinneyslu. Amminósýrur eru uppbyggingarefni próteina og það þekkjast 300 mismunandi ammiósýrur en aðeins 20 þeirra smíða próteinin sem við erum búin til úr. Vefir líkamans byggjast ekki upp fullkomnlega af inntöku á heilkornavörum og grænmeti eins og landlæknisembættið virðist vera mjög upptekið af þó svo þeir fæðuflokkar eigi að hafa sinn sess.
1. https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/15173435/
2. https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/10574520/
3. https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/20095912/
4. https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/9347402/
5. https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/23107521/
6. https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/18769212/
7. https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/24834017/
8. https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/26500462/
9. https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/25028958/