Skip to content Skip to sidebar Skip to footer

Svefn og frammistaða

Svefn er sennilega meginforsenda þess að ná og viðhalda orkustiginu til að við séum fær til þess að vinna þá vinnu sem betri heilsa krefst allajafna, þetta vitum við en gott er í upphafi nýrrar viku að fá stutta áminningu um þetta 

Ástæðurnar

Vaxtarhormón gegna aðalhlutverki í uppbyggingu beina og vöðva, um þrítugt fer náttúruleg framleiðsla þessara hormóna að minnka, þessi hormón gegna mjög stóru hlutverki þegar kemur að t.d. fitutapi. Rannsóknir hafa sýnt fram á að skortur á svefni og svefngæðum hafa áhrif á framleiðslu þessara hormóna, þar af leiðandi þyngdartap verður erfiðara ef mikil streita og svefnskortur er til staðar.

Melatonin: líkaminn þarf myrkur til þess að framleiða hæfilegt magn melatonins. Hormónið er framleitt í heiladingli og hefur meðal annara efna mikil áhrif á það hvernig/hvort við hvílumst nægilega. Melatonin hefur stóru hlutverki að gegna í orku framleiðslu. Að vakna upp um miðja nótt hefur neikvæð áhrif á framleiðslu melatonins sérstaklega ef þú kveikir á ljósi eða snýrð þér að snjallsímanum áður en þú dettur út af aftur, mælt er með því að sofa í eins miklu myrkri og kostur er.

Cortisol er oft þekkt sem slæma streituhormónið, það er a.m.k. ekki vinur okkar ef gildin eru of há. Hins vegar er cortisol mjög mikilvægt hormón fyrir orkubúskap og efnaskipti og er okkur mjög mikilvægt í raun. Það er þekkt að framleiðsla cortisols er meiri fyrri hluta dagsins, en eftir miðdegi á framleiðslan að vera komin í niður. Skortur á svefni getur breytt þeirri röðun að því leiti að framleiðsla cortisols er töluverð frá morgni til kvölds og hugsanleg meginástæða þess að við eigum erfitt með að festa svefn og þar af leiðandi komin í vítahring hvað þetta varðar. Of hátt cortisol í lengri tíma er lamandi fyrir taugakerfið og orkumyndun en náttúrulegt og  eðlilegt ástand er orkumyndandi.

Insulin er eitt það hormón sem stjórnar blóðsykrinum. Lélegur svefn er mjög góður til að halda mikilli óreglu á blóðsykrinum og vera þar af leiðandi oft í mikilli sætindaþörf seinnipartinn (þarna tengja eflaust margir). Insúlín er oft líka þekkt sem það hormón sem stjórnar fitumyndun, mikið flökkt á blóðsykri er þekkt að vera það sem hraðar fitumyndun hjá okkur á meðan blóðsykur er jafn og stöðugur þá hjálpar það sömuleiðis til við fituoxun/tap.

Nokkur ráð til að koma svefni á rétt ról:

Komdu þér upp rútínu og farðu á sama tíma í rúmið á hverju kvöldi til þess að tryggja að þú fáir minnst 7 til 8 tíma svefn. 

Svefnherbergið hjá þér ætti að vera eins og leðurblökuhellir, það á að vera eins dimmt og kostur er og hitastig ætti að vera ekki yfir 18 gráðum. 

Reyndu að hafa eins lítið af raftækjum í svefnherberginu eins og kostur er.

Forðastu kaffi og annað örvandi eftir 15 á daginn.
Svo nokkrar spurningar fyrir þig hér í lokin:
1. Sefur þú oft minna en 7 til 8 tíma á nóttu?
2. Finnst þér þú stundum vera víruð/víraður?
3. Tekur það þig meira en 15 mínútur að festa svefn?
4. Vaknar þú stundum um miðja nótt?
5. Vaknarðu óhvíld/ur?

Ef þú hefur svarað einni eða fleiri af þessum spurningum játandi og það er viðvarandi þá væri gott fyrir þig að endurskoða hvað það er sem þú getur gert til þess að bæta hjá þér svæfnmynstur og gæði.  

Leave a comment

0.0/5

Póstlisti

Please wait...

Takk fyrir skráninguna, heyrumst!

© Allur réttur áskilinn Líkami.is 2025.