Skip to content Skip to sidebar Skip to footer

Trigger punktar sem valda óþægindum í bandvef

Oft myndast aum svæði í vöðvunum sem geta ollið óþægindum og verkjum, þessir punktar myndast oft til að mynda vegna síendurtekinna hreyfinga við vinnu og vegna langvarandi kyrrsetu.   Þessi svæði sem verða aum kallast svokallaðir trigger punktar. (e. trigger points) Þegar þeir myndast í miklu mæli þá verður aukinn spenna í vöðvanum út frá því svæði sem þeir myndast á. 

Svo að spennan sem þessir tripper punktar valda verði ekki þeim mun yfirgengilegri þá býr líkaminn yfir svokölluðum nemum sem greina þessa spennu og þeir kallast Golgi tendon organ (GTO). Hlutverk GTO er að skapa sjálfvirka hömlun (e.autonomic inhibition) í vöðvann þar sem spennan er mikil og slaka á honum og er þetta hægt að skilgreina sem nokkurskonar varnarkerfi. 

Þetta varnarkerfi er svar líkamans til þess að slaka á vefnum svo hann verði ekki pinnstrekktur. Þetta er mótvægi líkamans upp að ákveðnu marki svo þessir spennupunktar taki ekki yfir og myndi krampavöðbrögð og spasma áhrif.  En langvarandi spenna og langvarandi svar trigger punkta getur aukið meiðslahættu því þetta hefur áhrif á eðlilegan vöðvasamdrátt/lengingu og það getur boðið hættinni heim á hnjaski.  Þessi punktar geta myndast þegar vefurinn er ekki nægilega heitur þar sem ekki er nægjanlegt blóðflæði vegna skertrar hreyfingar, æft er á kaldan vef án upphitunnar eða vefurinn er undir of miklu álagi (ákveðin ofspenna er viðvarandi vegna veikra mótvægisvöðva) 

Til þess að losa grunna triggerpunkta er góð leið að nota nuddrúllu, teygja vöðvanna, nota nuddbyssu og bolta. Þegar trigger punktar eru orðnir stórir þá eru þeir að hluta til farnir að hamla hreyfigetu vöðvanna og þá getur það valdið óþægindum að nudda stíf álagssvæði þegar þú ert að losa þessa punkta. Þegar þessir punktar losna þá ætti skilvirkni vöðvans og liðamóta að verða betri og þú bókstaflega finnur fyrir ákveðnum létti og aukningu á hreyfigetu/ferli við hreyfingar.
Það er býsna algengt að þetta myndist og þetta er ekki hættulegt, en vissulega óþæilegt. Margt sem við getum gert sjálf og það er t.a.m.

Rúlla, teygja nota nuddbyssuna og bolta. 
Hita upp, hreyfa sig og huga að almennu jafnvægi. 

Viðauki: 
Ég vildi benda góðfúslega á þetta þar sem búm ekki í hitabeltisloftslagi þó veturinn sé á undanhaldi (smá saman, vonandi). Staðreyndin er nefnilega sú að þegar loftslag almennt er lægra, eru liðbönd, sinar og vöðvar í meiri hættu á að verða stíf og þessir punktar myndast frekar þegar svo er. 

Sauna eða heitur salur þar sem sem er infrarauður hiti, er notalegur og góður staður, en staðreyndin er sú að kjarnhiti sem líkaminn myndar sjálfur með auknu blóðflæði innanfrá vegna hreyfinga er einfaldlega betri ef við búum að því að hafa getuna til þess að geta hreyft legg og liði. Alveg eins og infrarauði hitinn þá er sjálfmyndandi hiti út frá reglulegri hreyfingu líka bólguminnkandi eins og infrarauði hitinn og viðhelst jafnvel lengur. 

** Varðandi GTO viðtakanna til að verja líkamann fyrir ofspennu sem þetta getur valdið sem ég ræddi um að ofan þá er mér skilt að benda á það að einstaklingar með t.d. CP fötlun (cerebral palsy) og einstaklingar með vefjagigt t.a.m. hafa vegna sinnar fötlunnar og sjúkdóms minni svör við myndun GTO til að koma á móts við þetta en oft eru til leiðir til þess að vinna með þetta niður með öðrum leiðum líka. 

 

Hafir þú spurningar þá er þér velkomið að hafa samband og bendi þér að skrá þig á póstlistann hér að neðan. 

Póstlisti

Please wait...

Takk fyrir skráninguna, heyrumst!

 

Leave a comment

0.0/5

Póstlisti

Please wait...

Takk fyrir skráninguna, heyrumst!

© Allur réttur áskilinn Líkami.is 2025.