Skip to content Skip to sidebar Skip to footer

Mismunandi tegundir og gæði próteina

Whey protein eða mysuprótein eru stundum ágætisviðbót fyrir suma til þess að tryggja að próteininntaka sé til staðar, þó þetta sé ekki nauðsynleg viðbót þá getur þetta hjálpað. Margir þekkja það að ég er iðinn við að hamra á mikilvægi þess að tryggja nægjanlega við inntöku á góðum próteinum. 

Ég ætla aðeins að fjalla um mismunandi gerðir mysu próteina. Það eru nefnilega 3 mismunandi gerðir af mysupróteinum sem eru framleiddar. Mysuprótein þekkjast sem whey protein en það er ágætt að þekkja undirgerðirnar. 

Whey protein concentrate WPC

Þetta er algengasta próteinið í mysuprótina flokknum og er ódýrasta gerðin, þetta er sú próteinblanda sem er stundum skilgreind sem „meal replacement“.
Þessi gerð er að innihalda 30-70% próteinmagn og er restin því laktósi, fita og snefilefni.  Melting þessarar próteingerðar er  á bilinu frá 30 mín upp í 31/2 klst, fer einna mest eftir fitumagni hversu lengi þau eru að meltast fullkomnlega og ættu þeir einstaklingar sem hafa einhverskonar meltingavandamál eins og að vera með lítið tolerance fyrir laktósa t.d. síður að taka inn þessa gerð. Þessi gerð finnst með sölunöfnunum WPC34, WPC75,WPC80 og WPC88.

Whey protein isolate WPI
Þetta prótein er unnið meira og hefur laktósi verið klofinn út og er því próteinhlutfall hærra. Inniheldur oftast 90% prótein. Hentar best fyrir þá sem eru að reyna að fá sem hreinast inn af próteinum. Þeir sem eru með meltingavandamál eins og IBS geta lent í vandamálum. Þessi prótein meltast þó tiltölulega auðveldalega og frásogast mun hraðar en concentrate blandan.

Whey protein Hydrolized WPH
Þetta prótin er mjög hreint, meltist hratt og inniheldur viðbættar ensím-meðhöndlaðar amminósýrur fyrir meltingu eins og lactate og bromelain ensím sem hjálpa til við niðurbrot á prótínum og hentar því vel fyrir þá sem eru með meltingavandamál að einhverju tagi því laktósi og fita er oftast undir 1%. Það sem þessi ensín hjálpa til við er að þau koma í veg fyrir uppþemdu og gasmyndun í þörmunum sem vill stundum verða þegar próteininntaka er hækkuð.  Þetta er yfirleitt sú blanda sem er einna dýrust en á sama tíma býr yfir mestum gæðum að mínu mati.

Að þessu sögðu þá er staðreyndin einfaldlega sú að gæði fæðubótaefna eru misjöfn og eru þessar próteinblöndur þar engin undantekning.

Komnar eru á markaðinn blöndur sem innihalda allt ofantalið.

Hins vegar ef og þegar þú stendur fyrir framan vali á fæðubótarefnum þá er hagur þinn fólginn í því að skoða vel og vandlega hvað þú þarft út því hverju þú ert að leitast eftir og hverjar þarfir þínar eru, stundum á „less is more“ vel við eins og í öðru svosem. 

Ef skoðaðar eru tölur og gröf þá er bætiefnamarkaðurinn á heimsvísu nánast í veldisvexti ef horft er 10 ár aftur í tímann og spár gefa ekki annað í skyn en að þessi markaður sé ekki að linna látum í ofvexti sínum á næstu árum. 
Ég er persónulega þeirrar skoðunnar aðhér sé einhver skekkja því bætiefnaviðbót eingöngu er ekki að fara koma í veg fyrir eða draga úr heilsufarsvandamálum eða efnaskiptavandamálum vestrænna ríkja heldur er ég þeirrar skoðunnar að stjórnvöld þurfi að fara í naflaskoðun á því hvernig lýðheilsumarkmið eru sett upp með uppbyggjandi gagnrýni.

Breytingar byrja hjá okkur sjálfum og uppbyggjandi og gagnrýn hugsun sem tengist heilsu okkar er það sem gott er að tileinka sér. Í stað þess að bæta við bætiefnum sem ekki þarf að taka inn.  

Leave a comment

Póstlisti

Please wait...

Takk fyrir skráninguna, heyrumst!

© Allur réttur áskilinn Líkami.is 2025.