Skip to content Skip to sidebar Skip to footer

Sjálfsbandveflosun

Stundum myndast aumir punktar í vöðvunum sem geta ollið óþægindum, þessir punktar geta myndast við stífa og krefjandi þjálfun en líka vegna langvarandi kyrrsetu. Þessir punktar þekkjast sem svokallaðir trigger points. Þegar þeir myndast í miklu mæli þá verður aukinn spenna í vöðvanum. Svo að spennan verði ekki of mikil þá eru nokkurskonar nemar í vöðvanum sem segja honum að slaka á. Þessir nemar kallast Golgi tendon organs (GTO). GTO skapar það sem hægt væri að kalla sem sjálfvirka hömlun (autonomic inhibition) á vöðvann. Þetta er svar líkamans til þess að minnka hæfni vöðvans og raunverulega getu vöðvans til þess að hann verði ekki pinnstrekktur. Þegar ofspenna verður þá verða meiðsli stundum óhjákvæmileg ef ekki er varlega farið. Þessi punktar myndast oftast þegar vefurinn er ekki nægilega heitur þar sem  ekki er nægjanlegt blóðflæði vegna skertrar hreyfingar,æft er á kaldan vef á upphitunnar eða vefurinn er undir of miklu álagi t.a.m. 

Til þess að losa grunna triggerpunkta er góð leið að nota nuddrúllu, teygja vöðvanna, nota nuddbyssu og bolta. Þegar trigger punktar eru orðnir stórir þá eru þeir að hluta til farnir að hamla hreyfigetu vöðvanna og þá getur það valdið óþægindum að nudda stíf álagssvæði þegar þú ert að losa þessa punkta. Þegar þessir punktar losna þá ætti skilvirkni vöðvans og liðamóta að verða betri og þú bókstaflega finnur fyrir ákveðnum létti.

Það er býsna algengt að þetta myndist og þetta er ekki hættulegt. Ef við vinnum að því að losa þetta með rúllu, teygjum reglulega og hlustum á líkamann þá er margt sem við getum gert sjálf og þetta er einn af þeim hlutum. 

Viðauki…

Ég vildi benda góðfúslega á þetta vegna þess að við erum að fara inn í veturinn og munum búa við kaldara loftslag en það sem verið hefur þó svo að við höfum ekki verið í neinu hitabeltisloftslagi hérna í sumar. Staðreyndin er nefnilega sú að þegar loftslag almennt er lægra, eru liðbönd, sinar og vöðvar í meiri hættu á að stirðna og þessir punktar myndast frekar þegar svo er.  

Sauna eða heitur salur þar sem sem er infrarauður hiti, er notalegur staður, en kjarnhiti sem líkaminn myndar sjálfur með auknu blóðflæði innanfrá er náttúrulegri og virkar sem betri forvörn en sá hiti sem infrarauði hitinn myndar í líkamanum. Til þess að svo verði þá erum við einfaldlega að hreyfa okkur með mjög reglubundnum hætti alltaf. 

Eigðu góðan dag

Leave a comment

0.0/5

Póstlisti

Please wait...

Takk fyrir skráninguna, heyrumst!

© Allur réttur áskilinn Líkami.is 2025.