Það þekkja það einhverjir að það er með því erfiðara að koma sér á
æfingu eftir langan erfiðan vinnudag ef fólk sér ekki ávinningin af
því. Sömu einstaklingar vita það að drífa sig af stað og taka æfingu
/hreyfinguna veldur því að orkan endurheimtist og þreytan skolast
frá og dagleg verkefni einfaldlega verða auðveldari. Það er vegna
þess að við æfingar verður frálosun á aukni flæði boðefna á borð við
Endorphins, dopamines og endocannabinoids. Þessi efni stuðla að
hugarró, bættum svefni, betri ákvarðanatökum svo við teljum
eitthvað til.
Fyrir nokkrum árum var framkvæmd stór rannsókn við
háskólann í Tel Aviv í Ísrael og var niðurstaðan birt í Journal of
Applied Psychology. https://doi.org/10.1037/a00269…
Vísindamennirnir frá háskólanum í Tel Aviv sem stóðu að þessari
rannsókn vildu meina að starfsmenn sem stunda líkamsrækt 2-3
klukkustundir á viku eru ólíklegri til að upplifa versnandi geðheilsu í
sínu starfi. Sá sem fór fyrir rannsókninni maður að nafni Dr. Sharon
Toker sagði að þeir sem stunda reglubundna hreyfingu verði síður
kulnun að bráð ef svo má að orði komast og upplifi síður einkenni
þunglyndis. Það sem kemur fram í úrdrætti þessarar rannsóknar er
að Dr. Toker segir að kulnun sé í raun líkamleg, huglæg og
tilfinningaleg örmögnun.
Kulnun getur haft alvarlegar afleiðingar og
hann lýsir ákveðnum domino-áhrifum sem verður til þess að fólk fer í
þrot.
Rannsóknin stóð yfir í 9 ár og voru rúmlega 1600 manns sem tóku
þátt í henni og var þeim skipt í fjóra hópa:
Einn hópurinn stundaði enga líkamsrækt
Annar hópurinn æfði klukkustund vikulega (45-60 mín)
Þriðji hópurinn æfði 75 til 150 mín vikulega
Fjórði hópurinn æfði í 150 til 240 mín eða meira
Þáttakendum var gert að svara spurningum og komu þrisvar sinnum
í eftirlit á þessu 9 ára tímabili. Þunglyndi og kulnun var áberandi
mest hjá þeim einstaklingum sem ekki stunduðu hreyfingu. Því meira
sem einstaklingarnir hreyfðu sig því minni einkenni sýndu þeir um
þunglyndi og kulnun.
Dr. Sharon Toker hvatti vinnuveitendur til að annað hvort setja upp
aðstöðu í fyrirtækjum eða gefa starfsfólki svigrúm til þess að æfa sig
á vinnutíma, þeir telja að til lengri tíma þá muni
vinnuveitandinn/fyrirtækið hagnast á slíkum aðgerð.
Hvað þetta varðar þá er það mín tilfinning að sumstaðar hér á landi
sé langt í land hvað þetta varðar að setja upp möguleika á hreyfiingu
fólks á vinnutíma. Einhverra hluta vegna eru fyrirtæki að setja fyrir
sig styttingu vinnuviku. Mitt mat er að stytting vinnuvikunnar er ekki
nægjanleg til þess að rökstyðja þetta. Vegna þess að víða eru
einstaklingar eins og t.a.m. einstæðar mæður, sem hafa ekki kost á
því að mæta fyrir eða eftir vinnu í rækt þó þeim langi það mikið.
Ef við skoðum úrdrátt úr texta um heilsueflandi vinnustaði frá
landlækni þá kemur fram :“Hagur vinnustaðarins getur falist í minni kostnaði vegna færri
fjarvista, veikindadaga og slysa meðal starfsfólks, framleiðni eykst,
starfsmannavelta minnkar og nýsköpun vex. Með heilsueflingu geta
fyrirtæki einnig bætt ímynd sína og gert fyrirtækið að
eftirsóknarverðari vinnustað. Heilsuefling á vinnustöðum er því góð
fjárfesting í mannauði. Ef vel er staðið að innleiðingu heilsueflingar
er hún líkleg til að skila ávinningi fyrir vinnustaði, starfsmenn og
þjóðfélagið í heild“
Hvar er betra en að byrja á því að gefa fólki meiri kost á því að sinna
grunnþörfum okkar sem spendýra? Sem er hreyfing.