Skip to content Skip to sidebar Skip to footer

Osteopatísk meðhöndlun og verkir

Langvarandi verkir og eymsli í líkamanum geta haft mikil áhrif á líðan fólks frá degi til dags. Stór hópur einstaklingar kljást við verki í líkamanum á hverjum degi. Og oft eru þessir einstaklingar að hika við að að leita sér hjálpar við þeim vegna ótta við að verkirnir kunni að annars vegar versna eða hins vegar viðhaldast.

Það sem gott er að hafa í huga er að þó verkir hafi verið langvarandi og í einhverjum tilfellum sé um að ræða sjúkdómseinkenni sem ekki fara er aldrei of seint að bregðast við og leita orsaka verkjanna til þess a.m.k. til þess að bæta lífsgæði en í meirihluta tilfella er alltaf til lausn á ábata. Margar leiðir og áherslur eru til staðar eftir því hvaða sérfræðingar eru að liðsinna.

Bakverkir, krónískir liðaverkir, krampar, hausverkir, hálsverkir og verkir í hnakka eru t.a.m. verkir sem fólk kann að tengja við, það má bæta við að fólk finnur hnéverki, mígreni, í olnboga og mjöðmum.
Öll þessi einkenni geta átt sér margar ólíkar orsakir/ástæður og skiptir því miklu máli að greiningin sé ítarleg til þess að tryggja að meðhöndlunin sé rétt og valin til þess að finna bug á vandanum eða minnka hann í það minnsta.

Osteopatísk meðhöndlun er gerð ítarleg greining þar sem bæklunartest eru framkvæmd, mælingar á taugakerfi einnig skoðun á róntgen. Í kjölfarið er hafin meðferð sem er falin í liðlosunum, leiðréttingu á liðum og festum, áreiti á taugar eru minnkaðar , stirðir liðir losaðir sem allt tryggir eðlilegri skilvirkni taugaboða auk þess að osteopatar leiðbeina með æfingar og virkni sem einstaklingurinn getur framkvæmt.

Osteopatísk heimspeki sem tekur mið af einstaklingur við góða heilsu geti aðlagað sig að mismunandi álagi og viðhaldið jafnvægi sínu og virkni. Til þess að svo verði þarf að meðhöndlunin að vera upplýsandi fyrir skjólstæðinginn í formi fræðslu til að viðhalda virkni í meðhöndluninni. 

Björn Þór Sigurbjörnsson
Einkaþjálfari 
Nemi í Osteopata 

Leave a comment

0.0/5

Póstlisti

Please wait...

Takk fyrir skráninguna, heyrumst!

© Allur réttur áskilinn Líkami.is 2025.